Húnavaka - 01.05.1990, Page 50
48
HUNAVAKA
unar. Hér er ekki einungis um líkamlegt afl að ræða heldur einnig
þann yfirnáttúrulega mátt að geta breytt örlögum manna, eins og
Grettir er látinn reyna. Glámur leggur það á Gretti að hann fái
ekki þann helming afls þess og þroska sem honum var ætlaður og
hann hafði enn ekki hreppt. Pótt ýmislegt sé sameiginlegt með Glámi
og Pórólfi bægifót í Eyrbyggju og raunar öðrum afturgöngum að
fornu og nýju, þá býr enginn yfir jafnmiklum ófagnaðarkrafti og
Glámur, sem kemst ískyggilega nærri því að leggja heila byggð í
auðn. Grettir beitir hins vegar afii sínu yfirleitt til góðs, og er það
sérstaklega tekið fram að „honum var mjög lagið að koma af reim-
leikum eða afturgöngum.“ Pó gefur Snorri goði í skyn að hætta kynni
að stafa af Gretti. Þegar þeir Þóroddur drápustúfur og Pórir í Garði
leggja fé til höfuðs Gretti, þrjár merkur silfurs hvor þeirra, kvað
Snorri þetta óviturlegt, ,,að bekkjast til að hafa þann mann í sektum
er svo miklu illu mætti orka og kvað þess margan gjalda mundu.“
[Hér skal skjóta því að innan hornklofa að Sturla Þórðarson lofar
annan mann fyrir sams konar afrek: „Guðmundur biskup var í Kerl-
ingarfirði um hríð og bætti þar mjög að reimleikum þeim er menn
þóttust þar eigi mega úti búa áður. En síðan varð að því engum
manni mein. Islendinga saga (1946: 274)].3 Pau álög Gláms að
„héðan af munu falla til þín sektir og vígaferli, en flest öll verk þín
snúast þér til ógrefu og hamingjuleysis“ cru að því leyti mögnuð að jafnvel
þau verk Grettis sem eru unnin af góðum hug og til hjálpar öðrum
verða honum sjálfum til bölvunar. Slíkt á sérstaklega við um það
afrek hans að synda um ískaldan sjó eftir eldi handa köldum félögum
sínum, en af þessu leiðir að hann er ásakaður um manndráp og
verður sekur skógarmaður fyrir tilvikið. Yfirleitt njóta menn þess
sem þeir gera vel, en Glámur hefur mátt til að snúa hlutunum svo
við að Grettir verður látinn gjalda góðverks síns. í rauninni má kalla
viðureign þeirra Grettis og Gláms einvígi milli góðs og ills, lífs og
dauða, mennsku og tröllskapar.
Orðið ófagnaðarkraftur mun ekki koma fyrir annars staðar, en hins
vegar bregður hugmyndinni fyrir í þýddum ritum, þótt orðalag sé
frábrugðið. í Antóníus sögu sem snarað var úr latínu á þrettándu
öld er mikið rætt um djöfla, og eiga þeir býsna margt sameiginlegt
með Glámi. Á einum stað segir: „Sumir af þeim hafa hið mesta afl
allt illt að gjöra“ (66)4 og er hér bersýnilega um að ræða hugmynd
sem er náskyld ófagnaðarkrafti Gláms. Á sömu slóðum í sögunni (66)
\