Húnavaka - 01.05.1990, Page 51
HUNAVAKA
49
er svofelld staðhæfmg um djöfla: „Allir þeir eftir sínu illskumegni eru
skipaðir og skiptir svo sem til einvígis að ganga í gegn mannkyninu
með sundurgreindri freistni og ýmislegum sökum vondra verka.“ I
íslenskri þýðingu á latnesku spekiriti frá tólftu öld segir berum
orðum: „Gleðst afþví að þú hafir lítib megin til ills.“ (451).
Eftir að Grettir hefur ráðið niðurlögum Gláms lofaði bóndinn í
Forsæludal guð fyrir og „þakkaði vel Gretti er hann haíði unnið
þenna óhreina anda.“ Hér kemur fram guðfræðileg skýring á Glámi,
og minnir hún á piltinn í Prándheimskirkju sem æsir Gretti til reiði
svo að hann missti stjórn á skapi sínu og fékk þá ekki eftir það
að sanna sakleysi sitt með járnburði. „En engi þóttist vita hvaðan
sjá piltur kom eða hvað af honum varð, en það ætla menn helst
að það hafi verið óhreinn andi sendur til óheilla Gretti.“ Var þetta
Glámur í nýrri mynd? Djöflar geta brugðið á sig ýmsum myndum
og jafnvel virst miklu stærri en þeir eru, og má í því sambandi minna
á Glám þegar Grettir sér hann fyrst:
Og er upp var lokið hurðinni, sá Grettir að þrællinn rétti inn
höfuðið og sýndist honum afskræmilega mikið og undarlega
stórskorið. Glámur fór seint og réttist upp er hann kom inn
í dyrnar. Hann gnæfði ofarlega við rjáfrinu, snýr að skálanum
og lagði handleggina upp á þvertréið og gnapti inn yfir skálann.
Ef gert er ráð fyrir því að þvertréð hafi verið sex fetum hærra
en gólfið ætti Glámur því að hafa verið ekki öllu styttri en tíu fet,
og nær slíkt engri átt, jafnvel þótt ýmsir Svíar séu býsna hávaxnir.
En hér skal hafa Antóníus sögu (66-67) í huga, en hún telur að
djöflar geti breytt yfirlitum sínum og mynd, og einnig sýnst stærri
en þeir séu:
Pá leita þeir að skelfa með ýmissum ógnum, stundum bregða
þeir á sig kvenna mynd, dýra eða höggorma, stundum sýnast þeir
með svo stórum líkómum að hófuð ber herbergjum hærra, og ótallegar
ásjónur taka þeir á sig.
Grettla gerir auðsæilega ráð fyrir því að Glámur geti skipt um
ham og gert sig miklu stærri en hann er, rétt eins og djöflar í út-
lendum fræðiritum, og því birtist hann Gretti „herbergjum hærri“
4