Húnavaka - 01.05.1990, Page 52
50
HUNAVAKA
í skálanum í Forsæludal. Glámur leggur það á Gretti ,,að þessi augu
séu þér jafnan fyrir sjónum sem eg ber eftir,“ og rætast þau álög
með svofelldu móti eftir að Glámur er orðinn að ösku og dusti: „Á
því fann hann [þ.e. Grettir] mikla muni að hann var orðinn maður
svo myrkfælinn að hann þorði hvergi að fara einn saman þegar
myrkva tók. Sýndist honum þá hvers konar skrípi. “ Orðtakið „hvers konar
skrípi“ gefur í skyn sundurleitar myndir af Glámi afturgengnum í
annað sinn.
Glámi tókst aldrei að leggja Vatnsdal í eyði, en hins vegar vann
íiann Gretti óbætanlegt tjón með því að skerða hugrekki hans með
myrkfælni. í hugmyndum manna um hreysti og hetjuskap hefur það
jafnan þótt mikill ljóður að óttast eitthvað. Nú er það athygli vert
að annar helsti útlagi íslenskra fornsagna, Gísli Súrsson, þjáðist
einnig af myrkfælni í langri einveru sinni. En hræðsla Grettis stafar
ekki af raunverulegri hættu, heldur „sýnist honum annan veg en
er.“ Grettir tapar raunsæi sinni, honum gefur glámsýni.3 En þriðja
útlaganum, Herði Grímkelssyni, var öðruvísi farið að þessu leyti:
„Honum mátti engar sjónhverfingar gera í augum, því að hann sá
allt sem var.“ (1960: 138).6 Um ógnir fjandans segir í Antóníus sögu
(70): „En ef vér blekkjumst og sýnist oss eigi slíkt sem er, fyrir hverja
sök veitir þú umsát eða áhlaup vorri trú með skröksamlegum ógnum
eða með mikilleik líkama ýmislegra skrýmsla?“ Vitaskuld er sú hug-
mynd algeng að kölski sjálfur og raunar aðrir djöflar minni háttar
geti valdið sjónhverfmgum. Gregóríus mikli segir svo um trúboð heil-
ags Benedikts: „En hinn forni fjandi öfundaði það og gekk oft í ber-
högg við hann og leitaði við að skelfa hann í hræðilegum sjónhverfingum
og ógurlegum róddum. “7
Af þeim atriðum sem hér hafa verið rakin ætti mönnum að verða
ljóst að Glámur er ekki hreinræktaður Svíi, þótt hann sé talinn ættað-
ur úr Sylgsdölum, heldur er hann að nokkru leyti kynjaður sunnan
að. Eins og löngum hefur verið talið, þá mun höfundur Grettlu hafa
verið mikill fróðleiksmaður, en þekking hans var engan veginn ein-
skorðuð við norræn og íslensk fræði, heldur kunni hann ýmislegt
fyrir sér í þeim lærdómi sem barst hingað með bókum sunnan úr
álfu. Lýsingin á Glámi nýtur þess að hinn orðfæri sögumeistari kunni
að sameina sundurleit atriði og skapa úr ýmiss konar efni hálf-
mennska veru sem virðist í fljótu bragði vera norræn að öllu leyti,