Húnavaka - 01.05.1990, Síða 53
HUNAVAKA
51
cn þegar betur er að gáð leyna sér ekki þau ættarbrögð sem runnin
eru úr suðrænum ritum.
Skýringar
1 Orðið hindurvitni kemur ofurlítið á óvart og ber vitni um kímni höfundar.
Kristnum mönnum hættir til að nota það einkum um heiðnar hugmyndir og venjur,
en með því að Glámur er heiðinn sjálfur þá getur hann snúið hlutunum við. Ummæli
hans minna raunar á skemmtilegan ræðustúf Guðbrands úr Dölum þegar Ólafur
helgi reynir að snúa honum til kristni: „Hvar er nú guð þinn, konungur? Það ætla
eg nú að hann beri heldur lágt hökuskeggið, og svo sýnist mér sem minna sé karp
þitt nú og þess hyrnings sem þér kallið byskup og þar situr í hjá þér heldur en
fyrra dag, fyrir því að nú er guð vor kominn er öllu ræður og sér á yður með
hvössum augum. Og sé eg að þér eruð nú felmsfullir og þorið varla augum upp
að sjá. Nú fellið niður hindurvilni yðar og trúið á goð vort er allt hefir ráð yðart
í hendi.“ Olafs saga helga (Heimskringla), 113. kap.
2 Hér rifjast upp frásögn Hrólfs sögu kraka (35. kap.) af dreka þeim sem gerir
mikinn skaða í ríkinu, uns Böðvar bjarki vegur hann eina jólanótt öllu fólki til
mikils hugarléttis.
3 Sbr. einnig Stefán Karlsson, Guðmundar sögur biskups I (1983), 183, og
Biskupa sögur I (1858), 598.
4 Hér er hlítt útgáfu Antóníus sögu í Helgra manna sögum I, útg. C.R. Unger
(1877). Höfundur frumsögunnar var Athanasius biskup í Alexandríu og einn af
kirkjufeðrum (d. 373).
5 Sbr. grein mína „Glámsýni í Grettlu," Gripla IV (1980), 95-101.
6 Harðar saga (1960), útg. Sture Hast, 138.
7 Díalógar Gregoríusar mikla í Heilagra manna sögum I (1877), 209.
☆ ☆ ☆
SÓL OG MÁNI
„Sá maður er nefndur Mundilfari, er átti tvö börn. Þau voru svo fögur og fríð,
að hann kallaði son sinn Mána, en dóttur sína Sól og gifti hana þeim manni, er
Glenur hét. En goðin reiddust þessu ofdrambi og tóku þau systkin og settu upp
á himin, létu Sól keyra þá hesta, er drógu kerru sólarinnar, þeirrar er goðin hölðu
skapað til að lýsa heimana. Máni stýrir göngu tungls og ræður nýjum og niðum.
Hann tók tvö börn af jörðinni, er svo heita, Bil og Hjúki, er þau gengu frá brunni
þeim, er Byrgir heitir, og báru á öxlum sér sá, er heitir Sægur, en stöngin Simul.
Þessi börn fylgja Mána, svo sem sjá má afjörðu".
Dulheimar íslands. (Úr Gylfaginningu)