Húnavaka - 01.05.1990, Page 61
HUNAVAKA
59
hringa á fjöllum uppi, að bæði þreyta og sljóleiki sækir á. Þeir hafa
sjálfsagt verið mjög vansvefta, því að næst gerðist það að Valdimar
lagðist til svefns, en Skarphéðinn skrapp frá að ganga til örna sinna
áður en hann tæki sér hvíld eftir vel unnið verk. Þegar hann kom
aftur heim á grenið brá honum heldur í brún. Einbúinn í pokanum
var allur á bak og burt, haíði nagað af sér böndin og étið sig út
úr pokanum og komist inn í grenið. Við þessu var ekki neitt að
gera úr því sem komið var. Hálfvaxinn hvekktur hvolpur lætur ekki
á sér kræla næstu sólarhringana ekki síst ef mikið æti hefir verið
inni í greninu. Að svo búnu yfirgáfu skytturnar grenið og héldu heim-
leiðis, en hvolpurinn sem inn í grenið fór átti eftir að koma við sögu
síðar.
Næsta vor kom upp dýrbítur á sömu slóðum í Gautsdal. Þar var
kominn á kreik refhvolpurinn sem slapp vorið áður. Hann drap meira
eða minna í 17 ár í Gautsdal. Alltaf virtist hann hafa náð sér í
læðu. Þessi refur var auðþekktur, var gríðarlega stór og gekk snemma
úr hárum. Hann kom oft í dauðafæri heim á gren, en virtist standa
öll skot af sér, hvernig sem á því hefir staðið. Læðan og hvolparnir
náðust yfirleitt utan einu sinni að grenið fannst ekki. Það vor hafði
fjölskyldan farið út. Vorið eftir fannst grenið og haíði ekki verið áður
vitað um það greni svo neinn myndi eftir. Þetta vor haíði tófan lagt
mikið norður í fjallgarðinn og drap því lítið í Gautsdal, en á Auðólfs-
stöðum og Gunnsteinsstöðum vantaði til samans 70 lömb af heimtum
um haustið. Þessum refahjónum var kennt um og sönnuðu vegsum-
merkin á greninu það þegar það fannst vorið eftir.
Aðfaranótt 27. maí 1952 skall á norðan stórhríð, rak niður mikinn
snjó og var það líkast þorrahríð. Tófan var farin að bíta nokkru
áður en hríðina gerði og hafði grenið ekki fundist þrátt fyrir mikla
leit. Hríðarveður var á Laxárdal í nokkra daga eftir stórhríðina og
því í nógu að snúast. Sauðburður var langt kominn í Gautsdal fyrir
hríðina. Þegar norðanáttin gekk niður hvað snjókomu varðaði gekk
ég til kinda og hafði byssuna meðferðis. Komst ég á slóð eftir annað
dýrið og var slóðin sjáanleg frá því nóttina áður. Afréð ég að rekja
slóðina ef mögulegt væri. Komnir voru auðir flákar inn á milli vegna
sólbráðar, enda kominn júní.
Ég tók slóðina í hnjúkinn vestan við Gautsdal. Lá hún þar út
og upp yfir bæjargilið, út hlíðina yfir Bjálkagilið, út Hvammspartinn
og Syðri-Seljadalinn og síðan yfir Ytri-Seljadalinn, út Llatirnar, yfir