Húnavaka - 01.05.1990, Page 70
68
HUNAVAKA
haföi Bragi lesið jafn sársaukafullt bréf. Salóme sagði að öllu væri
lokið á milli þeirra og hún heföi aðeins verið að bíða eftir kærastanum
sem var í námi erlendis. Hún bað hann að reyna ekki að hafa upp
á sér og óskaði honum alls góðs í framtíðinni.
Bragi mundi þetta jafn vel og hann heföi lesið þetta í gær. Hann
mundi líka hvernig honum heföi liðið lengi á eftir. Hann haföi verið
sár og bitur, reiður og undrandi. Hann haföi aldrei skilið hvernig
Salóme gat verið eins og tvær manneskjur í sama líkamanum. Hann
haföi elskað hana og treyst henni og hann haföi haldið að hún elskaði
hann, en hún haföi aðeins verið að leika sér að honum. Hann haföi
oft blótað henni.
Bragi var of sár og of stoltur til að reyna að hafa uppi á Salóme
og spyrja hana betur um þetta. En núna, átján árum síðar, hittust
þau aftur og hann var læknirinn hennar. Hennar sem haföi svikið
hann.
Bragi var ekki langrækinn og hann haföi fyrir löngu fyrirgefið
svikin, en hann haföi aldrei gleymt. Hann haföi alltaf elskað Salóme
og ekki gert tilraun til þess að finna hana. Kannski heföi hann átt
að gera það forðum.
Bragi dró djúpt andann og leit á konuna fyrir framan sig. Salóme
haföi líka verið dökkhærð og brúneygð eins og hún, og hún haföi
einnig verið lítil og nett og falleg.
Ósjálfrátt varð Braga litið á hægri hönd konunnar, en þar var
enginn giftingarhringur. Hún haföi líka sagt að hún ætti engan mann.
Var hann dáinn eða haföi hún aldrei átt neinn? Eða var hún skilin?
Bragi hrukkaði ennið um leið og hann hugsaði um allt sem hún
haföi sagt honum. Hún haföi orðið blind fyrir átján árum og....
Átján árum? Góður Guð, hugsaði Bragi. Getur það virkilega verið?
Bragi tók um báðar hendur hennar og þrýsti þær.
- Þú ert Salóme Sigurðardóttir, er það ekki? spurði hann blíðlega.
Það kom fát á konuna í rúminu og hún dró til sín hendurnar
og þrýsti þeim að brjósti sér.
- Hvernig veistu það? hvíslaði hún skelkuð.
- Þú veist að ég heiti Bragi, sagði hann hljóðlega. En þú veist
ekki að ég er Bergsson.
- Nei, nei, það getur ekki verið, hvíslaði konan skelkuð.
- Jú, Salóme, það er ég. Ég þykist líka vita núna hvers vegna