Húnavaka - 01.05.1990, Page 76
74
HÚNAVAKA
Frá ómunatíð hefur jökulsvörfun og sjávarrof, ásamt veðrun vatns
og vinda, skorið firði, víkur og dali inn í berggrunninn og mótað
núverandi landslag. Víða sjást jökulrákaðar klappir og dreif af grett-
istökum ofarlega í íjöllum en niðri í víkum er berggrunnurinn oft
hulinn þunnum jökulruðningslögum. Menjar um hærri stöðu sjávar
eru á stöku stað. Gamall marbakki gengur eins og hjalli í kringum
Hornvík og stendur Hornbærinn á brún hans. í víkurbotnum hefur
sums staðar safnast fyrir sandur, eins og í Aðalvík og Hornvík. Fljóts-
vík hefur fyrir löngu lokast með sand- og malarrifi og myndast lón
fyrir innan (Fljótsvatn).
Veðurfar er ákaflega breytilegt og oft verða þar skyndileg veðra-
brigði. Meðalárshiti er um 3° C. Frost getur komið alla sumarmánuð-
ina. Urkoma er mikil, bæði í suðlægum og norðlægum áttum og
eru Hornstrandir með þokusælustu svæðum landsins. Má þar vænta
meira en 40 þokudaga á ári.
A milli 30 og 40 fuglategundir verpa í Hornstrandafriðlandinu,
mest sjófuglar, sem einkum verpa í Hornbjargi og Hælavíkurbjargi.
Tófur eru algengar og sækja þær æti sitt aðallega í fjörur og fugla-
björg. Hvítabirnir hafa stundum gengið á land, enda oft stutt í hafls-
inn. Selir eru víða með fjörum, aðallega landselir.
Plöntulíf er fjölbreytt og vaxa á milli 250-260 tegundir blóm-
plantna og byrkinga villtar í friðlandinu. Um neðanverðar hlíðar
og víða á láglendi þrífast ýmsar blómfagrar jurtir vel og mynda oft
samfelldar breiður sem setja höfuðsvip á gróðurinn. Sauðfjárbeit hef-
ur engin verið um árabil og á sú friðun sinn þátt í þeim þroska
sem þessi jurtastóð ná. Birki vex sunnan til í friðlandinu. Melar
og gróðurleysi er óvíða á láglendi, en samfelldur gróður nær á fáum
stöðum upp fyrir 400 metra hæð. Samfelld jurtastóð eru þó í 530
metra hæð suðvestan í Kálfatindi.
í Landnámu er greint frá því að Geirmundi heljarskinni þótti
landnám sitt í Dölum of lítið og fór því norður á Hornstrandir. Nam
hann land frá Rit og að Straumnesi austan Bolungarvíkur. Þar átti
hann fjögur bú, eitt í Aðalvík, annað á Almenningum vestari, þriðja
í Kjaransvík og hið fjórða, bú Geirmundar sjálfs, var í Barðsvík.
Byggðin þéttist fljótt á þessu svæði og segir Landnáma að hann hafi
orðið stórauðugur af lausafé og kvikfé. Það má telja víst að ástæðan
hafi einkum verið mikill og góður veiðiskapur í sjó og vötnum, eggja-
og fuglatekja í björgum, hvalreki og gnótt rekaviðar. En til landsins,