Húnavaka - 01.05.1990, Page 93
SIGURÐUR KR. JÓNSSON:
Laxá á Refasveit
Þegar ég var ungur drengur að alast upp á Sölvabakka þá þekkti
ég varla nema þessa einu Laxá, en eftir því sem ég eltist og vitkaðist,
sennilega, uppgötvuðust fleiri ár með þessu fallega nafni, já, ckki
færri en fimm.
Og þá var gjarnan notað eitthvert undirheiti til að skýra nánar
við hvaða á væri átt.
Það var Laxá á Asum, sem rennur úr Laxárvatni og til sjávar
milli Hjaltabakka og Húnsstaða. Fremri-Laxá, sem rennur milli
Svínavatns og Laxárvatns. Laxá í Nesjum, sem kemur úr Laxárvatni
og rennur til sjávar milli Óss og Saura á Skaga. Laxá ytri eða Ytri-
Laxá, sem á upptök í fjallgarðinum milli Húnaflóa og Skagafjarðar,
rennur þar á parti á afréttarmörkum Húnavatns- og Skagafjarðar-
sýslu, uns hún fellur niður í Laxárdal og eftir honum til sjávar í
Sævarlandsvík í Skagafirði.
Og þá er eftir Laxá á Refasveit og það er einmitt hún sem við
ætlum að labba með, ásamt aðalþverá hennar, Norðurá.
Laxá á Refasveit á upptök sín í Kattaraugum sem er uppspretta
á milli Refsstaða og Litla-Vatnsskarðs á Laxárdal fram. Hún rennur
þaðan eftir endilöngum Laxárdal, fyrir mynni Norðurárdals, og á
mörkum Refasveitar og Skagastrandar til sjávar milli Höskuldsstaða
og Neðri-Lækjardals í Ósvík.
Við skulum láta þetta duga sem landafræði og horfa hér eftir á
ána frá sjónarhorni stangaveiðimannsins.
Við ökum þjóðveginn sem leið liggur áleiðis til Skagastrandar,
beygjum út af honum rétt áður en við komum að brúnni og stefnum
niður með ánni að sunnanverðu í átt til sjávar.
Þegar við erum um það bil hálfnuð til sjávar ökum við út afvegin-
um og eftir afleggjara til hægri í átt að ánni uns hann endar við
laxastigana, sem búið er að byggja í ána af miklum myndarskap,
þann neðri í fossgljúfrinu en þann efri í Hlaupinu.