Húnavaka - 01.05.1990, Side 99
HÚNAVAKA
97
Við göngum síðan í rólegheitum upp með gilinu og virðum fyrir
okkur farveg árinnar. Lax stekkur í Hurðarhyl og hrafnsungarnir
úr laupnum við Krumma eru hálf orðljótir yfir ónæðinu. Þeir fara
nú senn að yfirgefa gamla hreiðrið en eignast í staðinn sinn bæ eins
og aðrir hrafnar. Bíllinn er á sama stað og hann var skilinn eftir,
en við setjumst ekki upp í hann heldur göngum áfram upp með
ánni og komum fljótt að fyrsta veiðistað ofan stiga, Flúðum.
Þær bera nafn með réttu eins og sjá má, áin lækkar þarna allmikið
án þess að falla í fossi, hún brunar þarna milli klettaílúða og gróinna
grastorfa. Tökustaðurinn er þar sem meginhluti vatnsins skellur á
steinriði og safnast upp að suðurbakkanum þar sem myndast pottur
með vatnsbóluólgu og töluverðu dýpi, út af litlum kletti í bakkanum.
Við skulum stoppa á klettinum og skyggna pottinn, og sjá, þarna
er sporður á sex til átta pundara og þarna er annar á sveimi.
Þetta er einn af fáum stöðum árinnar þar sem ekki þýðir að veiða
á neitt nema maðk. En áfram höldum við og upp á næsta horni
heitir Vaðhylur.
Grunnur en allstrangur strengur sem gefur oft fisk. Tilvalinn stað-
ur fyrir túpu og straumflugu. Við norðurbakkann, svo til beint á
móti, er Einbúi, var ágætur veiðistaður á árum áður en er nú hálffull-
ur af möl og stoppar þar enginn fiskur.
Horneyri heitir lítill pollur undan oddanum á stóru malareyrinni
sem er í miðri ánni, sjaldgæft að fiskur fáist þar og þá eru það líklega
göngufiskar.
Ofan eyrarinnar tekur við Hornbreiða, fallegur veiðistaður, en þó
skal gjalda varúðar við stórum steini sem er úti á breiðunni, þó
alveg á kafi, en veiðarfærin okkar vilja stundum verða þar eftir ef
ekki er sýnd fyllsta aðgát. Þetta er skemmtilegur flugustaður, nóg
pláss í kring til að kasta og gott að landa og þarna stekkur nýrunnin
10 punda hrygna og blakar til okkar sporði. Horn er lítill en snyrti-
legur pollur upp með klettinum.
Við göngum nú upp að gömlu brúnni og þar blasir við okkur
Grófarhylur, hann byrjar undir brúnni og er fyrst þröng, alldjúp
renna, breikkar síðan nokkuð og dýpkar og endar svo í fallegri breiðu
niður að brotinu. Grófarhylur er einn af þremur veiðistöðum árinnar
sem gefa flesta fiska sumar eftir sumar, enda er í þessum hyl flest
það sem lax getur óskað sér. Einir þrír stórir steinar eru í botni
rennunnar og breyta straumlagi vatnsins. Þegar mikill fiskur en lítið
7