Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 101
HUNAVAKA
99
Nú er nokkuð löng leið, líklega um kílómetri, upp að næsta þekkta
veiðistað sem heitir Stallur. Vel má vera að fiskur stoppi einhvers
staðar á milli þessara staða, en ég hef ekki heyrt um að neinn hafi
veiðst þar. Stallurinn er nánast strengur, ekki harður en sjaldan fiski-
laus eftir að fiskur er kominn upp fyrir brú.
Ármót eru þar rétt fyrir ofan, eða eins og nafnið ber með sér,
þar sem Norðurá fellur í Laxá. Urriðapollar eru suður undan Skrapa-
tungurétt, sem stendur þarna á eyrinni. Þar er oft hægt að fá fallega
urriða. Tveir veiðistaðir eru á milli réttarinnar og Skrapatungu,
Hrafnshylur og Nátthagahylur. Þetta eru fremstu veiðistaðir Laxár
þar sem vitað er um að lax hafi veiðst, utan einn í Mánapolli og
annar á Úlfagilsbreiðu. Óstaðfestar fregnir eru svo um að laxar hafi
sést í Núpsgilinu, við Kirkjuskarð og jafnvel framan við Vesturá.
Vonandi fer fiskurinn að nema land lengra fram eftir ánni, ekki
vantar fallega staði eins og Hulduhól, Nes, Réttarsíki, Sellæk og Krók
ásamt mörgum fleiri.
Sama er að segja um Norðurá, sem er með Hvammshlíðará um
12 km. Það er ekki vitað um að þar hafi veiðst lax en margir fallegir
staðir eru víða í Norðurá. Þar má t.d. nefna Bakkahyl og Bæjarfljót
við Neðstabæ, Túnhyl við Kirkjubæ, síðan er upp hjá Þverá, Gamli-
hylur, Kolluklöpp og Ármót (Þverá-Norðurá). í Hvammshlíðará er
Heimaraklif og Fremraklif, svo að eitthvað sé nefnt. Við höfum nú
fylgst að meðfram ánni, séð stríða strengi, lygnar breiður og fossbrot,
séð laxinn stökkva, fylgst með hrafnsungunum við Krumma, séð end-
urnar þreyta kappsund á ánni og síðast en ekki síst, notið náttúrunn-
ar.
Hvað segirðu, eina veiðisögu í lokin?
Já, það væri þá helst frá því í sumar, það var líklega 9. ágúst.
Við Pétur Brynjólfsson vorum að veiða í Laxá, við skildum upp
við stiga, hann fór þar niður en ég fór á bílnum niður að Garðshorni.
Ég varð ekkert var þar og ekki heldur í Melstreng, en þegar ég
kom upp að Hurðarhyl var rokið orðið svo mikið niður gilið að maður
þurfti að halla sér í 45 gráður til að standa á móti vindinum. Ég
óð samt út í ána og fór að kasta á hylinn.
Rokið sá alveg um að bera fluguna, sem var einkrækja, Black
Labrador nr. 10, fram á vatnið og í þriðja kasti sá ég ólguna frá
fiskinum þar sem hann kom á fullu neðan úr hylnum og hvolfdi
sér yfir fluguna. Það var svo álitamál hvor tók meira í, fiskurinn