Húnavaka - 01.05.1990, Page 110
108
HUNAVAKA
hirðingar hvers dags, það sett í tóftardyr og hæfilegur skammtur
af lýsi látinn drjúpa í heyið. Að morgni var heyhneppið síðan hrist
og dreiíðist þá lýsið um heyið og tryggt varð að allt féð, á garðanum,
fengi jafnan skammt.
Við notkun lýsis, á framangreindan hátt, vildi það mjög setjast
í fót fjármannsins og myndaðist í þeim lyktandi glanshúð. Þótti það
ekki tiltökumál en myndi verða illa liðið nú að koma í slíkum klæðum
inn í húshita. En fjármenn og aðrir sem skepna gættu að vetrinum
skildu ystu íot sín eftir í köldum framhýsum bæjanna. Erfitt var
þó að bægja húsalyktinni með öllu frá þar sem hún vildi sitja á
úlnliðum manna og skyrtu- og peysuermum.
Talað var um að jarðir skiptust í engjajarðir annars vegar og út-
beitarjarðir hins vegar. Fjöldi jarða var svo þar á milli en sjálfsagt
þótti að nýta beit eftir því sem kostur var á hverjum stað. Fóður-
sparnaðarsjónarmiðið var nauðsyn. Vert er að geta þess að flóarnir
utantil í Vatnsdal og Eylendið voru mikið notaðir til beitar framan
af vetri meðan þeir fóru ekki undir vatn. Nýttist þessi beit mjög
vel sökum þess hve hún var nærtæk og góð.
í uppvexti mínum heyrði ég talað um Hjallaland í Vatnsdal og
Auðólfsstaði í Langadal sem viðbrigða góðar heyskaparjarðir en svo,
aftur á móti, Meðalheim, Orrastaði, Hamrakot o.fl. slíkar jarðir sem
óbrigðular beitarjarðir. Víðlendar hálsajarðir svo sem Grímstunga,
voru ekki eins auðveldar til beitarnota nema féð gæti hreinlega legið
úti. Mörg dæmi voru um það að ær lægju úti „fram að fengitíma“.
Óþekkt var hér um slóðir að hrúti væri sleppt í ær á útilegu, sem
dæmi munu hafa verið til sunnanlands. Þurfti þá að smala ánum
saman, daglega til hrútsins, sem ekki þótti framkvæmanlegt á víð-
lendum hálsajörðum. Eitt sinn man ég eftir því að Lárus í Gríms-
tungu sleppti fullorðnu ánum á góu og voru þær lítið við hús eftir
það um veturinn.
Áhætta hlaut að fylgja því að láta fé liggja úti að vetrinum og
varð oft harðræði af, að ná því saman, ef áhlaup gerði. Urðu líka
stundum óhöpp af sérstaklega ef snögg áhlaup gerði á auða jörð,
hvort sem var að vori eða hausti.
Mjög þurfti að gæta þess, þar sem heimalönd lágu að hálsum
og heiðum og ógirt var, að fé tapaðist ekki til heiða að haustinu.
Var þá ekki um annað að ræða en gæta fjárins, annað hvort með
því að ganga daglega til þess eða þá að hýsa það um nætur.
\