Húnavaka - 01.05.1990, Page 115
HÚNAVAKA
113
Konan hans Gunnars svaf vært þegar hann smeygði sér í fötin
og læddist fram í eldhús. Kafil frá kvöldinu áður var orðið kalt í
brúsanum svo hann flýtti sér niður í kjallarann og klæddi sig í útiföt-
in. Gamli hundurinn hans spratt á fætur, teygði sig og gapti óskap-
lega. Saman héldu þeir út í hríðina sem kom á móti þeim í gusum
svo að þeir urðu að spyrna við fótum til að rjúka ekki um koll.
Það var dimmt úti, skaflar höíðu myndast hér og þar, - einkum
þar sem Gunnar þurfti að ganga, fannst honum. En oft hafði nú
viðrað verr en þetta í langri búskapartíð hans og áður en langt um
leið komst hann að gömlu húsunum. Fennt hafði fyrir allar dyr og
Gunnar tók í handfangið á skóflu sem stóð upp úr einum skaflinum,
náði henni upp og hóf mokstur mikinn. Við moksturinn hlýnaði hon-
um þó svo að hríðin gerði sitt besta til að svo yrði ekki.
Kindurnar voru fegnar að sjá hann, jörmuðu þegar hann birtist
og þær sem enn lágu risu upp eins og til að votta honum húsbónda-
hollustu sína. Gunnari leið alltaf vel innan um þennan ferfætta
söfnuð, gekk nú að verki rösklega og glaður, og fyrr en varði var
hann búinn að brynna, gefa á garðana og kindurnar í óðaönn að
næra sig. Þá voru það hin húsin.
Gunnar setti upp hettuna og lopavettlingana og skálmaði í átt
að vesturhúsunum sem voru um 200 metra frá gömlu húsunum.
Hundurinn elti og Gunnari fannst hann sjálfur vera tíu árum yngri.
Þá var þessi sami hundur tveggja ára og þeir brutust saman á móti
alls konar veðrum. Hann er orðinn svona gamall, já, hugsaði Gunnar
undrandi. Árin höfðu liðið alltof fljótt og hann bægði frá sér hugsun-
inni um að þurfa að aflífa hundinn. Einhver galsi greip þá kumpán-
ana. Þeir streittust við að hlaupa móti hríðarsortanum, Gunnar hróp-
aði út í loftið og hundurinn gjammaði. Þeir skildu hvor annan. Það
sást grilla í vesturhúsin og fyrir framan þau var nokkurt skjól, jafnvel
þó að veðrið kæmi að því er virtist úr öllum áttum. Nokkuð þurfti
að moka frá innganginum.
í vesturhúsunum var eldra féð og þar var Grána hans, uppáhalds-
kindin, — jafngömul hundinum hans. Tvö bestu dýrin sem hann hafði
eignast, þau höfðu bæði launað honum lífgjöfina margfalt. Hún hafði
verið sett á þegar átti að reka sláturlömbin upp á fjárbílinn fyrir
mörgum árum og einhvern veginn tókst henni að stökkva af bílnum
og hlaupa til móður sinnar sem ásamt fleiri kindum voru suður á
túninu án þess að snerta við grasinu. Hann hafði gefið henni líf.
8