Húnavaka - 01.05.1990, Síða 121
HÚNAVAKA
119
Halldóra hætt rekstri Tóvinnuskólans á Svalbarði og var ílutt í Gler-
árþorpið eins og það hét þá. Nú heitir það Glerárhverfi. Þar átti
hún hús. En hún var að verða gömul, nálgaðist áttrætt og vildi fara
að hugsa fyrir ,,ellinni“. Hún þekkti til Páls Kolka og vissi að hann
hafði hönd í bagga með byggingu elliheimilisins hér á Blönduósi.
Höfundur þessarar greinar var gjaldkeri héraðshælisbyggingarinn-
ar og sat alla fundi eftir að framkvæmdir hófust. Það sem hér er
skrifað um ,,samning“ við Halldóru, er því skrifað eftir minni, en
ekki finnst stafkrókur í gjörðabók byggingarnefndar Héraðshælisins
um ,,Halldórustaði“ eins og Páll Kolka nefndi herbergi Halldóru,
en hún kallaði ,,Kolkukot“. Nafngiftin segir í sjálfu sér nokkra sögu.
Það sem talað var um á þessum fundum — eða ef til vill hafa
það ekki verið formlegir fundir — var, að Halldóra vildi gjarnan koma
vestur á elliheimilið, ef hún fengi „sæmilegan“ aðbúnað og aðstöðu
til að koma munum sínum fyrir. Var þá talað um að taka tvö herbergi
í norðausturhorni elliheimilishæðarinnar til þessara nota. Safnið átti
svo að verða eign sýslunnar eftir hennar dag.
Hún fékk ,,Halldórustaði“ sem íbúð, þ.e. stofu og lítið svefnher-
bergi. En þegar á átti að herða voru forráðamenn hælisins hins vegar
ekkert alltof hrifnir af hugmyndinni um safn á ellideildinni. Páll
Kolka óttaðist hugsanlegt smit og óhreinindi frá þessum gömlu
munum. Hafa ber í huga að sjúkradeildin með skurðstofu var á næstu
hæð og opið niður. Hurðirnar sem nú eru voru þá ekki. Við skulum
því dæma með varúð.
Það eru eins og áður segir ekki til skriflegar heimildir um Halldóru-
staði, hvorki í gjörðabók byggingarnefndar né í gjörðabók sýslunefnd-
ar. Og þá heldur ekki um að sýslan ætti að eignast safn hennar
að henni genginni. Ég ætla því að láta framtíðar sagnfræðingum
um vangaveltur varðandi þennan sögukafla.
Héraðshælið var tekið í notkun í ársbyrjun 1956. Halldóra flutti
inn nokkrum mánuðum síðar. Með erfðaskrá 17. apríl 1958 ætlar
hún að uppfylla ,,samninginn“ að sínum hluta. Þar segir svo m.a.:
„Þar sem ég er borinn og barnfæddur Húnvetningur vil ég gjarnan
að safnið geymist þar. - - Leyfi ég mér að láta þá ósk mína í ljósi,
að herbergi á 4. lofti Héraðshælis A-Húnvetninga megi,-----notast
sem sýningarherbergi fyrir þetta safn mitt eftir minn dag.“ Þarna
lá fyrir ósk um að safnið yrði hér fyrir norðan á æskuslóðum hennar.8)
En það var tregða á að setja safnið þarna upp eins og áður segir.