Húnavaka - 01.05.1990, Page 122
120
HUNAVAKA
Munirnir voru geymdir í kössum niðri í kjallara Héraðshælisins og
vafalítið hefir henni ekki þótt fara nógu vel um þá. Hún breytir
því erfðaskránni 7. desember 1960. Breytingin er svohljóðandi:
„Þar eð ég hefi að miklu leyti helgað íslenskum heimilisiðnaði
æfistarf mitt og á yfir að ráða álitlegu safni af íslenskum munum
úr öllum landshlutum, langar mig til að safn mitt geti haldið sér
eftir minn dag öldnum og óbornum til athugunar, og ef til vill til
nokkurs lærdóms.
Til þess að svo mætti verða hefi ég ákveðið að afhenda þetta safn
mitt Búnaðarfélagi íslands til eignar og umráða eftir minn dag. Bún-
aðarfélag hefir veitt gjöf þessari viðtöku með samþykki stjórnar og
Búnaðarþings, og er ákveðið að gjöfinni verði ætlað sérstakt herbergi,
sem beri nafn mitt og búið um það í hinni nýju byggingu Búnaðarfé-
lags íslands í Reykjavík.“9)
Hluti safns hennar var svo afhentur Búnaðarfélaginu og komið
fyrir í sýningarskápum í afgreiðslusal félagsins. Því er smekklega
komið fyrir og nýtur sín vel.
En það var ekki bara Búnaðarfélag íslands, sem fékk muni frá
Halldóru. Hún gaf söfnum víða um land, frændum og vinum
safnmuni og bækur. T.d. eru nokkrir munir á Minjasafni Þingeyinga
á Húsavík gjafir frá Halldóru, enda var starfsvettvangur hennar í
Þingeyjarsýslu síðustu árin, sem hún vann. Hún stofnaði og rak
sem kunnugt er Tóvinnuskólann á Svalbarði.
Halldóra var greind kona og hörkudugleg. Hún afkastaði miklu
lífsstarfi á langri ævi. Hún vildi sjálf gera ráðstafanir um varðveislu
muna sinna og heimilda. Hún gerði því erfðaskrárnar, sem vitnað
er til. Hún breytti þeim að vísu nokkrum sinnum eftir breyttum
aðstæðum, en samkvæmt ákvæðum erfðaskrárinnar afhenti hún Bún-
aðarfélaginu kjarnann úr safni sínu.10)
Ég kom oft upp á Héraðshæli og við hjónin bæði. Hittum við
þá gjarnan Halldóru. Hún fylgdist mjög vel með öllu næstum því
alveg fram í andlátið. Hún vissi því um Héraðsskjalasafn Austur-
Húnavatnssýslu og mikilvægi þess við að safna og varðveita heimildir
um starf og líf genginna kynslóða. Hún talaði oft um það, að hún
ætlaði að láta öll sín bréf, úrklippur og ýmislegt annað ásamt bókum
fara á safnið, eftir sinn dag.
Héraðsskjalasafnið var þá til húsa í sparisjóðshúsinu gamla, sem
nú er Aðalgata 1, í suðvesturhorni kjallarans. Halldóra var ekki alltof