Húnavaka - 01.05.1990, Síða 123
HÚNAVAKA
121
hrifin af þessum húsakosti. Taldi hann ekki samboðinn safninu. Þeg-
ar farið var að agnúast út í þessa kassa hennar, sem geymdir voru
í kjallara Héraðshælisins, þá sendi hún mér heim nær 20 kassa fulla
af sendibréfum, úrklippum, jólakortum o.fl. Þegar svo Héraðsskjala-
safnið fékk núverandi húsnæði var þetta flutt þangað. Mikið af safn-
inu hefir verið skrásett og er sæmilega aðgengilegt til notkunar. Bréf
átti hún frá árunum 1877 og 1879. Hún stóð í bréfasambandi við
fjölda manns, bæði hér á landi og erlendis. Þarna var því um mikið
heimildasafn að ræða fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar að kanna.1!)
Halldóra sendi síðan nokkrum sinnum viðbótarkassa með gögnum,
sem hún taldi sig geta verið án og séð af, svo og því sem henni
áskotnaðist, bréf, jólakort o.fl.
í bréfi sem Halldóra skrifaði okkur hjónum segir hún eftir ávarps-
orð: „Skelfing er nú langt síðan við hittumst. Vona að ykkur líði
vel. Mér líður vel hér á nr. 17, guði sé lof. Ég dásama allt hér háa
og lága, alla framreiðslu. Og blessuð tíðin, hvað hún er góð. Ég
þakka fyrir að geta lesið og skrifað, þó ljótt sé. Þér, góði sýslumaður,
þakka mjög vel fyrir að (þú) lofar mínum kössum að vera í þínum
kjallara. Það eru komnir yfir 20 kassar. - - - Og safnið okkar er
víst að verða búið, en blessaður Stefán okkar er búinn að missa
konu sína. Það var sorglegt.------,, Þetta bréf er ódagsett en mun
hafa verið skrifað síðari hluta árs 1974. Kona Stefáns, Erna Ryel,
dó í maí 1974.12)
Stefán sá er Halldóra minnist á, var Stefán Jónsson, arkitekt,
frændi hennar og fulltrúi og trúnaðarmaður við afhendingu muna
til ýmissa aðila, þar með talið til Heimilisiðnaðarsafnsins.
Fundur var í heimilisiðnaðarsafnsnefnd heima hjá formanni 5. maí
1971. Þá eru allar nefndarkonur mættar, en þær voru auk Þórhildar:
Valgerður Ágústsdóttir, Geitaskarði, Sesselja Svavarsdóttir, Saurbæ,
María Jónsdóttir frá Húnsstöðum, Blönduósi og Dómhildur Jóns-
dóttir, Skagaströnd. Ákveðið hafði verið að fá fulltrúa frá kvenfélög-
unum til þess að vinna með aðalnefndinni og voru á þessum fundi
mættar sjö konur frá sex félögum. Þær voru: Geirlaug Ingvarsdóttir,
Balaskarði, Soflia P. Líndal, Holtastöðum, Guðrún Jónsdóttir,
Hnjúki, Ingibjörg Bergmann, Öxl, Elín Sigurtryggvadóttir, Kornsá,
og Solveig Sövik og Elísabet Sigurgeirsdóttir frá Blönduósi.
Á þessum fundi sagði Sesselja sig úr nefndinni vegna þess að hún
var flutt úr heimabyggð til Blönduóss og því ekki lengur í Kvenfélagi