Húnavaka - 01.05.1990, Page 126
124
HÚNAVAKA
af gestum, en margir keypt kort, sem prentuð höfðu verið til fjáröfl-
unar. Einnig gáfu margir peninga. Á þessum fundi voru fjárhagserfið-
leikar ræddir. Tillaga kom fram um að konurnar gæfu sýslunni
safnið, sem svo sæi um reksturinn. Sú hugmynd fékk ekki
hljómgrunn. Frestað var að taka ákvörðun um tillögu formanns um
að gera safnið að sjálfseignarstofnun.20)
Safnið hafði verið hitað upp með rafmagni og kostaði upphitunin
árið 1976 um 66 þús. krónur.21) Sumarið 1977 var lögð hitaveita
á Blönduósi. Skiptar skoðanir voru um, hvort taka ætti heita vatnið
inn. Hitaveitunefnd tók af skarið og lagði inn fyrir vegg þar eins
og í önnur hús á staðnum.22)
Safnið mun hafa verið opnað formlega 30. júní 1977.23) Þá hafði
fjárvana nefnd á vegum fjárvana sambands komið upp þessu merki-
lega safni á tíu árum með mjög góðum stuðningi fjölda kvenna og
karla innan sýslu og utan. Það eina sem skyggði á var, að þá þegar
hafði safnið sprengt húsnæðið utan af sér.
Fjármagnið til uppbyggingarinnar kom frá kvenfélögunum, sýslu-
sjóði og nokkrum sveitarfélögum. Nokkuð fékkst frá ríkissjóði, svo
og gjafir frá einstaklingum og félögum og munaði þar mest um gjafir
á 100 ára afmæli Halldóru.
Ekki verður ritað svo um Heimilisiðnaðarsafnið eða varðveislu
gamalla muna og menningarverðmæta í sýslunni yfirleitt, að Huldu
Á. Stefánsdóttur sé ekki minnst, en hún var lengi skólastjóri Kvenna-
skólans og húsmóðir á Þingeyrum. Hún stofnaði ekki safnið en segja
má að hún hafi undirbúið jarðveginn m.a. með því að koma upp
„baðstofunni" í Kvennaskólanum. En það var setustofa búin göml-
um húsgögnum, munum og myndum. Þar var leiðin vörðuð. Þar
er t.d. gamall prédikunarstóll úr Grímstungukirkju. Hann var lengi
notaður sem bollaparaskápur á bæ frammi í Vatnsdal, en svo hent
út. Þar fann Ásgrímur Kristinsson bóndi á Ásbrekku hann og fékk
að hirða. Síðar sendi hann stólinn út á Blönduós ásamt fleiri munum,
en þeir komust ekki í réttar hendur strax og lentu í vanhirðu. Þar
rakst Hulda á prédikunarstólinn og lét gera hann upp og kom honum
fyrir í ,,baðstofunni“ til mikilla ánægju fyrir Ásgrím, sem síðar ánafn-
aði Heimilisiðnaðarsafninu hann.24)
Þá hefir vafalítið áhugi Huldu fyrir safninu stuðlað að því að dóttir
hennar og tengdasonur gáfu allar teikningar að endurbyggingunni
og innréttingum, en þau voru arkitektar við uppbyggingu Kvenna-