Húnavaka - 01.05.1990, Page 127
HUNAVAKA
125
skólans. Vinskapur Huldu við Halldóru hefir einnig haft sitt að segja.
Hulda hefir vafalaust fremur hvatt hana en latt til þess að varðveita
muni sína heima í héraði. Hulda lét ekki marga muni á safnið en
studdi það með ráðum og dáð og peningagjöfum. Og síðast en ekki
síst, þá hafði skelegg afstaða Huldu mikið að segja, en vægilega orðað
má segja að uppbygging safnsins hafi ekki beinlínis verið á óskalista
margra utan héraðs og innan.
Ég vil einnig minnast Stefáns Jónssonar, arkitekts, frænda Hall-
dóru og umboðsmanns. Síðustu árin bar hún allar meiri háttar
ákvarðanir undir hann. Hann, Guðrún dóttir Huldu og Knud Jeppe-
sen, höfðu saman arkitektastofu. Hann tengist því nokkuð safninu
á þann veg. Hann réð alveg uppsetningu muna Halldóru og skipulagi
þess hluta safnsins. Hann veitti einnig mjög góð ráð varðandi annað
er snerti tilhögun safns og uppsetningu muna.
í upphafi gat ég þess, að skrifað hefði verið um safnið, er Blönduós
varð bær. Fannst mér þar gæta óþarflega mikillar ónákvæmni. Þegar
horft er til baka vill sumt gleymast og öðru gerð skil á þann hátt
sem viðkomandi hélt að hefði verið eða vildi að hefði verið. Hér
hefir verið vitnað í heimildir og getur hver og einn sannreynt þær.
Þá skrifaði Magnús Gíslason frá Frostastöðum mjög skilmerkilega
grein um safnið í Þjóðviljann haustið 1978. Hann var þá blaðamaður
hér er Fjórðungssamband Norðlendinga hélt sitt árlega þing á
Blönduósi. Safnið var þá sýnt þingfulltrúum.
Rétt er að geta þess, til þess að fyrirbyggja misskilning, að þeir,
sem stóðu að hundrað ára afmælisveislunni létu gera bók, þar sem
myndir frá hófinu og ræður eru varðveittar. Þessa bók afhentu þeir
Halldóru. Á fremstu síðu er greint frá tilurð bókarinnar og lýkur
með þessum orðum: „Við þökkum öllum, sem lögðu okkur lið við
gerð þessarar bókar, sem eftir hennar dag óskast varðveitt í Héraðs-
skjalasafni A- Húnavatnssýslu, með öðrum bókum hennar.“25)
Hugmyndinni um heimilisiðnaðarsafn var hrundið í framkvæmd
sem einskonar mótmæli við flutningi muna úr sýslunni vestur á
Reykjatanga. Þetta var fjarlæg hugsjón, sem tókst að gera að veru-
leika með þolinmæði og þrautseigju örfárra kvenna. Heiður þeim
sem heiður ber. Mjög margir studdu hugmyndina, en þeir hefðu
getað verið fleiri.
Þegar kemur að því að saga Blönduóss verður rituð er sennilegt