Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 140
138
HUNAVAKA
gengur, og að hann hafi svigrúm fyrir höfuðið, án þess að reka það
í afturenda kistunnar. Taumurinn í beisli aftari hestsins er festur
fram um bogann á klyfberanum á hestinum, sem á undan gengur,
svo teymir maður fremri hestinn.
Sumarið 1914, í júlímánuði, einn fagran sólskinsmorgun, erum
við þrír félagar samankomnir í Núpsöxl, er áður getur. Auk mín
og Helga var Ingimundur Bjarnason frá Kirkjuskarði, sá bær er ör-
stutt fyrir sunnan Núpsöxl, en Sneis þar sem ég átti heima, var
næsti bær þar fyrir framan.
Við Ingimundur vorum jafnaldrar og leikbræður frá æsku til full-
orðinsára. Helgi var mikið yngri. Ingimundur var hagur á tré og
járn og hafði hann útbúið kviktrén.
Við höfðum tengt saman hrossin, sett upp kviktrén og búið um
gömlu konuna í kistunni og tryggt allt, sem best að okkur gat til
hugar komið svo ekkert á útbúnaði bilaði fyrir vangá.
Svo var lagt af stað. í huga mínum fannst mér vera djúp alvara,
ofan á henni kímni og gamansemi, en efst, eða fyrst og fremst spenn-
ingur, eins og um stórt kapptafl væri að ræða, sem öllu yrði til að
tjalda er í mér bjó og að gagni mætti koma svo að það tapaðist
ekki. Ég held ég geri ekki félögum mínum rangt til, þó að ég segi
að þeim muni hafa verið svipað innanbrjósts.
Við skipuðum okkur þannig: Ég átti að ríða á undan, velja leiðina
yfir mýrar og keldur og segja til í tíma um allt er tvírætt gat verið
framundan: Helgi teymdi hrossin, passaði að þau gengju sem jafnast
og var í talsambandi við mig, þar sem eitthvað gat verið athugavert
á leiðinni: Ingimundur reið á eftir, skyldi hann hafa vakandi gát
á því, hvernig færi á hrossunum, svo að hægt væri að gera við í
tíma efeitthvað virtist ætla að fara aflaga.
Nú var farið eins og leið liggur eftir Laxárdal fram í Litla-
Vatnsskarð. Mikill hluti af þeirri leið eru mýrar með keldudrögum,
sem sum eru slæm yfirferðar, en heppnaðist þó vel. Þá var farið
austur Litla-Vatnsskarð og þar er sæmilegur vegur, harðar melgötur.
Austarlega í Vatnsskarðinu er tjörn, er talið að maður sé klukkutíma
að ganga í kringum hana, í henni er nokkur silungsveiði. Við austur-
enda hennar er gamalt eyðibýli er Móbergssel heitir.
Þegar kemur austur úr skarðinu tekur við afréttardalur, sem heitir
Víðidalur, og talinn er liggja frá suðri til norðurs. Ur skarðinu og
niður í dalinn er nokkuð brattur melur, og máttum við fara þar,
sem víðar, með aðgæslu.