Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 141
HUNAVAKA
139
Norður eftir Víðidalnum er mest farið eftir grjóteyrum og verður
oft að fara austur og vestur yfir ána, sem fellur í norðurátt.
Þegar Víðidalnum sleppir, sem er fremur langur, taka við svokall-
aðir Kambar, en stutt fyrir sunnan þá er gamalt eyðibýli er Gvendar-
staðir nefnast og er áningarstaður margra er leið eiga þarna um.
Kambarnir eru í rauninni svipaðir Giljareitunum á Öxnadalsheiði,
nema hvað þeir eru mikið verri yfirferðar með svona flutning.
Vegurinn er víðast einstígsgata, er liggur inn og út yfir knappar
giljaskorur (eða svo var það á þessum tíma), og er þaðan sums staðar
snarbratt gljúfur niður í ána. Hefði til dæmis annað áburðarhrossið
stigið einhvers staðar fæti út af neðri vegarbrún, hrasað hastarlega
eða dottið, mátti búast við að hitt hefði farið fram af og þannig
oltið bæði í loftköstum sína síðustu for niður í gljúfrið.
Við félagar vissum því að hér mátti ekkert út af bera, því ef svo
myndi verða, yrðu þau sár og innantökur, er af því hlytust, ekki
læknuð með plástrum eða inntökulyfjum. Við samstemmdum okkar
sálarkrafta með hughrifum til áburðardýranna, að hér mætti alls
ekkert fótmál misstigið verða.
Stanslaust og farsællega gekk okkur yfir Kambana.
Nokkru eftir að Kömbunum sleppir er farið fram hjá Hryggjum,
þar er eitt býlið er síðast fór í eyði á þessari leið. Eftir nokkurn
tíma forum við niður hjá bænum Skollatungu og er það fyrsta jörðin
sem er byggð er þarna kemur norður.
Eftir skamman tíma erum við svo komnir ofan að Gönguskarðsá,
yfir hana þurftum við að fara, hún var í miklum vexti og kolmórauð.
Við stígum hér af hestbaki og höldum ráðstefnu. Til athugunar kom:
Áttum við að fara ofan á brú sem var á Gönguskarðsá. Það var
stór krókur og við máttum búast við að ná ekki fyrir háttatíma til
Sauðárkróks með því móti. Þá kom líka það til greina að komast
yfir Karlsá, það er þverá, sem var brúarlaus, stórgrýtt og straum-
hörð. Hún rennur í Gönguskarðsá fyrir neðan tungusporðinn. Var
vafasamt hvort hættuminna væri að fara yfir hana en hina, þótt
hún væri vatnsmeiri, aftur á móti þótti okkur mjög illt að bíða þarna
fram undir morgun, að draga færi vöxtinn úr ánum.
Það varð nú að ráði að Helgi ríður laus yfir ána til að sjá hvað
hún var djúp, því illt var að giska á það vegna þess að hún var
mórauð. Vatnið tók neðan á síðu á hestinum hjá Helga.
Að öllu þessu athuguðu, er lagt út í ána hægt og gætilega, hrossun-