Húnavaka - 01.05.1990, Page 144
142
HÚNAVAKA
Hver kynslóð sem átt hefur hæli sitt hér
í hraðfleygum tíma sem kemur og fer,
á meitlaða sögu frá fjöru til fjalls
sem felst eins og þráður í svipmóti alls.
Við blikandi geisla frá glampandi sól,
við geigvæna stórhríð og takmarkað skjól,
rís saga hins liðna í huganum hátt
sem heilsteyptur kjarni með öflugan mátt.
Að fórna í annarra þágu er þörf
svo þroski og manngöfgi eflist við störf.
Því virða ber það sem við hljótum í hönd
með hollustu og þakklæti á gamalli strönd.
Og gleymum því ekki að standa að því sterk
að styðja hvert einasta manngildisverk,
svo meðan að Borgin í blámóðu rís
sé byggðinni gæfa til framtíðar vís.
☆ ☆ ☆
MERKISDAGAR
Sé sólskin fagurt á jóladag, verður gott ár, sé sólskin annan dag jóla, verður
hart ár. Þegar jóladagur kemur með vaxandi tungli, veit á gott ár, og sé hann góður,
veit á því betra. Jóladagurinn fyrsti merkir janúar, annar merkir febrúar, þriðji
merkir mars, fjórði apríl. Þegar hreinviðri er og regnsamt aðfangadag jóla og jóla-
nótt, ætla menn það boði frostasamt ár, en viðri öðru vísi veit á betra. Ef stillt
viðrar seinasta dag ársins, mun gott ár verða, sem í hönd fer. Blási fjórðu jólanótt,
veit á hart, en blási fimmtu jólanótt, veit á slæmt sumar. Blási sjöttu, verður gras-
vöxtur lítill, blási sjöundu, verður gott ár, blási þrettándu nótt jóla vestanvindur,
veit það á frostasumar. Ef jól eru rauð, verða hvítir páskar, en rauðir ef jól eru
hvít.
Jólavaka.