Húnavaka - 01.05.1990, Page 155
GUÐRÍÐUR B. HELGADÓTTIR, Austurhlíð:
Ærgildisafurð
Hún hét Móra, eða reyndar hét hún ekki neitt, var aðeins númer
149 í bók þangað til hún var sjö vetra. Karlmennirnir sögðu að
hún væri frek og gribba, þyrfti margra kinda pláss á garða, jafnvel
allt stafgólfið þegar sópaði af henni.
Við hana sköpuðust ekki náin kynni fyrr en þetta vor, því hún
var mjög sjálfstæð og sjálfbjarga um sauðburð, mjólkaði mikið og
sá vel um sín afkvæmi. Og konan á bænum kom henni ósköp lítið
við þangað til hún Litla Móra lamaðist og dó næstum úr flosnýrna-
veiki að mati sérfræðinga.
Það var sól og hiti þennan júnídag. Lambið, hún Litla Móra,
var orðið rúmlega þriggja vikna, stórt og feitt, enda einbirni. Og
kominn grænn þeli í túnið þar sem hún lá marflöt og deplaði varla
auga. En hún var með lífsmarki, var borin heim og sú gamla elti
í humátt á eftir. Og nú kom til kasta konunnar á bænum. Það var
hringt í dýralækni í dauðans ofboði og dælt í lambið lyfjum sem
til voru og við áttu, síðan brugðið við og sótt meira sem að gagni
mætti koma.
Konan valdi góðan stað í íjárhúsinu, gerði rúma stíu og bjó um
lambið í heybing úti í horni og hlúði vel að. Gamla Móra tók sér
stöðu í fjærsta horni stíunnar, stappaði fótum stóreyg, tortryggin
og vör um sig. Konan skipti sér lítið af því en stumraði því meira
yfir lambinu, sneri því með stuttu millibili, dældi lyfjum eftir upp-
skrift dýralæknis og fór um æíðum höndum hirðisins. Kallaði síðan
til liðlétting að halda í horn á Móru meðan hún mjólkaði úr troðfullu
júgrinu. Sú gamla var önug, streittist við og yggldi brún. Fór svo
aftur í hornið sitt, leit ekki við heytuggu í garða og forsmáði vatn.
Konan hellti niður mjólkinni en sauð vatn í lífsnæringu handa lamb-
inu, ef það skyldi lifa og treystast til að kyngja.
Lambið hún Litla Móra dó ekki, ekki alveg, en hún lifði varla
heldur fyrstu dagana. Þarna var komið í hendur konunnar tilfellið