Húnavaka - 01.05.1990, Side 156
154
HÚNAVAKA
sem kallað er „að vera milli heims og helju“, í líkamningi lambsins
sem lá þarna eins og slytti, lamað og grútmáttlaust. Allt nema augun
í þessu fallega rauðbrúna höfði á þessum bústna gagnslausa skrokk.
En konan missti aldrei vonina né trúna á lííið. Hún blandaði
þrúgusykri og lambanæringu í soðið vatn og síðan vatnsblandaða
mjólkina, eins og handa ungbarni. Hljóp oft milli húss og bæjar,
hafði þurrt og hlýtt í dyngju lambsins og vaktaði dag og nótt.
Gamla Móra fylgdist vel með öllu og skildi fljótt hvað henni var
ætlað. Strax á öðrum degi stóð hún kyrr eins og kvíaær við mjaltir,
sem konan gerði reglulega, svo að ærin ekki geltist meðan lambið
náði ekki að sjúga. Konan reitti stundum grænt gras til bragðbætis
saman við heyið og reyndi að gleðja hana með góðu tiltali.
Móra þáði með þökkum, varð samt aldrei sníkin né lítillát, skildi
vel atlætið og mat umhyggju konunnar við lambið, en afþakkaði
kjass. Hélt sinni reisn, en gerði fús og sjálfviljug það sem til var
ætlast. Eftir nokkra daga fór lambið að lyfta höfði og sjúga spenann,
ef konan hélt því uppi. Móra stóð í miðri kró og lagaði sig að aðstæð-
um. Þarna kom enginn annar að til að trufla og sambandið varð
náið. Síðan fór konan að bera lambið út í vorblíðuna, fyrst stund
og stund í einu, og mata það á grænum stráum, smátt og smátt,
til þess að koma meltingunni í lag.
Sú gamla fékk að viðra sig líka og var í sjálfsvald sett hvort hún
væri kyrr heima, eða færi frá, því lambið virtist lamað og lítil von
til að það kæmist á fót aftur, mjóhryggurinn máttlaus og lappirnar
eins og brauðdeig.
Best að skjóta það, sögðu karlmennirnir, en konan sagði nei. Með-
an hún nærist eðlilega, vex og dafnar og vill lifa, þá skal ég sjá
um hitt. Og konan fann góða, mjúka toppa í grasinu í sjónmáli
frá eldhúsglugga, sem nú var orðið hátt og skjólgott, komið undir
slátt. Hún æfði lambið og þjálfaði oft á dag, hélt því uppi, stillti
fæturna af, færði þá hvern fram fyrir annan, nuddaði og mýkti liða-
mót og reyndi að styrkja vöðva. Batinn kom hægt og seint. Lambið
fór að reyna að brölta en valt sífellt á hrygginn og varð afvelta,
en konan hafði vakandi auga og kom til hjálpar.
Aldrei fór Móra lengra frá en að bæjarlæk og niður í vegkantinn,
kom öðru hverju og gaf lambinu að sjúga. Stóð þá þversum yfir
því og heyktist niður svo að það gæti teygt sig í spenann. Hún var
sjálfráð á daginn og hefði getað farið hvert sem var, það hefðu sjálf-