Húnavaka - 01.05.1990, Page 157
HUNAVAKA
155
sagt margar gert, því þessi þolinmæðisvakt tók þrjár til fjórar vikur.
Konan hýsti lambið um nætur til öryggis og skjóls. Móra elti og
lá inni líka, sjálfviljug.
Lambið styrktist smátt og smátt, fór að ganga á hnjánum, eða
öllu heldur skríða þar til það lyftist að aftan líka og skjögraði, nokkur
spor fyrst, sem fjölgaði dag frá degi. Að sama skapi lengdi Móra
bilið milli sín og bæjarins, og lambið reyndi að brölta á eftir.
Par kom að konan hætti að hýsa um nætur og lambið hún Litla
Móra gat gengið nokkurn veginn eins og aðrar kindur. Þá labbaði
sú gamla með hana upp á nýræktir suður í hálsi þar sem þær undu
glaðar við sitt það sem eftir var sumars.
Lambið hún Litla Móra varð stór og bústin og gaf í engu eftir
hinum lömbunum um haustið.
Ekki vildi konan eiga neitt á hættu með eftirmál og lét óátalið
þegar það var dregið í dilk með hinum til förgunar, en með eftirsjá
því þessi ærgildisafurð var ekki aðeins kjöt og slátur í hennar augum,
heldur dýrmæt reynsla, vinátta og tryggð, og kynni af göfugri sál
í gáfaðri móður sem fórnaði sjálfviljug dýrmætu frelsi sínu fyrir ósjálf-
bjarga afkvæmi sitt, gafst aldrei upp og hafði sigur.
Næsta vor átti Móra þrjú mórauð lömb. Gimbrin var einna minnst
svo hrútarnir virtust ætla að hafa hana útundan með yfirgangi og
frekju. Móra og konan komu sér saman um að gefa hana annarri
móður til uppeldis. Þá hvarf Móra strax með sína tvo hrúta og átti
ekkert erindi heim við bæ það sumarið.
Nú á konan aðeins minninguna, og feldinn af henni sútaðan.
Kannski þykir engum þetta merkileg saga, það verður þá að hafa
það.
☆ ☆ ☆
Leiðrétting við Húnavöku 1989
í kvæðinu Semingssteinn á bls. 27, hefur eitt orð misritast, í sjötta
erindi kvæðisins, þar stendur: - og guðleg forsjón ekki með, en á
að vera - og guðlegforsjá ekki með, o.s.frv.