Húnavaka - 01.05.1990, Page 158
SIGURÐUR PORBJARNARSON:
Geitaskarðsbærinn gamli
Þeir eru, langflestir, horfnir til upphafs síns, torfbæirnir gömlu.
Þeir eru aftur orðnir ósýnilegur hluti þess umhverfis sem þeir risu
úr.
Frá upphafi búsetu hérlendis og fram á þessa öld voru þeir um-
gjörð íslensks þjóðlífs, - hýstu ýmist auð og völd eða fátækt og um-
komuleysi, fáfræði eða fjölvísi.
Enn man margt eldra fólk þessa lands bernsku sína og æsku í
„gamla bænum“, þessari veggjaþykku þyrpingu vistarveru af marg-
víslegri gerð, bæði ytra útliti og innra skipulagi.
Gamli Geitaskarðsbærinn er einn þessara fornu horfnu bæja. Samt
er hann enn til, í minningum gamals manns, því að þar innan veggja
átti hann bernsku sína, í glöðum hópi systkina og hlýju skjóli for-
eldra.
Þessi maður er Páll H. Arnason, yngstur barna hjónanna, Hildar
S. Sveinsdóttur og Arna A. Þorkelssonar, en þau voru síðustu húsráð-
endur í þessum gamla bæ. Páll hefir um margra ára skeið verið
búsettur í Vestmannaeyjum ásamt konu sinni, Guðrúnu Aradóttur
frá Móbergi.
Hann man bæinn vel eins og sjá má af meðfylgjandi grunnmynd
sem hann hefir gert, ásamt með lýsingu á húsaskipan og að nokkru
á ytra útliti.
Páll er maður hagur og listrænn, með næmt formskyn svo gera
má ráð fyrir að ekki skeiki miklu í stærðarhlutfollum. Rissið af ytra
útliti bæjarins er gert af yfirrituðum eftir gamalli ljósmynd (í Föður-
túnum), með nokkrum frávikum þó, samkvæmt lýsingu Páls. Þessi
bær var að sumu leyti frábrugðinn því sem venjulegt var um gerð
torfbæja hér um slóðir.
Húsin tvö sem stöfnum sneru mót suðri, þ.e. baðstofa og suðurhús
annars vegar og kontór og stofa hins vegar, voru ekki samveggja,
sund var á milli niður úr.