Húnavaka - 01.05.1990, Page 163
HÚNAVAKA
161
sem í sakleysi okkar vorum svo sannfærð um að svona nokkuð gæti
ekki gerst, sannfærð vegna þess einfaldlega að hugmyndaflug okkar
var ekki nógu mikið til þess að við létum okkur detta eitthvað þessu
líkt í hug.
En eftir þetta kvöld vorum við reynslunni ríkari, við velktumst
ekki í neinum vafa um það að svona nokkuð getur komið fyrir og
það gerðist, svo sannarlega gerðist það.
Ósköpin byrjuðu í fyrsta eða öðru atriði sýningarinnar þegar
blaðið, sem blaðastrákurinn átti að henda svo hressilega inn um
gluggann, kom ekki.
Ekkert glaðlegt kall blaðburðardrengs, ekkert blað. Ekkert. Bara
þögn. Við reyndum að ýta við þeim þarna frammi með setningum
eins og ,,ætli blaðið fari nú ekki að koma,“ eða „heyrðuð þig í blaða-
stráknum,“ en alveg sama, ekkert gerðist, ekkert blað.
Einhver okkar opnaði dyrnar tautandi um „kærulausa blaða-
stráka,“ vonandi virkaði þetta fát og fum ekki mjög óeðlilega framan
úr sal, en - enn ekkert blað. En inn á sviðið kom maðurinn sem
koma átti blaðinu á sinn stað og lék jafnframt góða manninn, hann
hélt á blaðinu, okkur til mikils léttis. Einhver rétti út hönd og tók
það af honum, síðan átti hann að kynna sig, en okkur til skelfmgar
stóð hann bara þarna, á miðju sviði, eins og þvara, horíði á okkur
til skiptis, og brosti aulalega. Við vorum ekki enn búin að átta okkur
á því sem að var, héldum að hann hefði „dottið út“ eins og sagt
er, við gerðum heiðarlega tilraun til að koma honum af stað. „Og
hvað heitir svo maðurinn?“ spurði einhver. „Heiti, hvað ég heiti,
hvað ég?“ Eitthvað í þessum dúr var svarið og nú fór loks að renna
upp fyrir okkur ljós.
Maðurinn var fullur, blind, ösku, þreifandi fullur, svo einfalt var
það, og hann vissi ekki einu sinni hvað persónan, sem hann var
að leika, hét.
Ástæða þess að hann stóð kyrr var augljós að fenginni þessari
niðurstöðu, hann var svo valtur að ef hann hreyfði sig ekki gætilega
þá gat hvað sem er gerst.
Eftir þessa hroðalegu uppgötvun reyndum við eins og við mögu-
lega gátum að koma honum af stað, þó ekki væri nema í texta, en
án árangurs. Verður það að segjast eins og er að ég efast stórlega
um að höfundurinn sjálfur heíði þekkt sitt eigið verk eins og það
var sýnt þarna, svo frjálslega var farið með texta og fleira. Einn
ll