Húnavaka - 01.05.1990, Page 166
164
HÚNAVAKA
í verstöðvunum; leikja við aflraunir og margskonar glettna; og sagnir
af átökum við Ægi höíðu í sér seiðandi hljóm.
f þessum efnum voru Húnvetningar engir eftirbátar annarra, og
fer því ekki illa á að slást í för með húnvetnskum vermönnum um
hríð. Þó er rétt að geta þess þegar í upphafi, að hér er ekki um
að ræða eiginlega rannsókn á mikilvægi verferðanna fyrir Húnvetn-
inga né kjörum vermanna; heldur er ætlunin einungis að raða saman
nokkrum molum héðan og þaðan um verferðirnar mest til gamans,
og að taka saman, af hvaða bæjum í sýslunni var sent suður í ver
eitt tiltekið ár - árið 1821.
Það fer ekki sögum af því hvenær ferðir Norðlendinga til verstöðv-
anna undir Jökli og suður með sjó hófust að marki, en líklega hefur
það ekki verið síðar en á 13. öld, er umtalsverð útver mynduðust
þar.1 Framan af virðast Norðlendingar einkum hafa sótt til Snæfells-
ness, en aukin eftirspurn eftir fiski nokkru fyrir aldamótin 1800 og
verðhækkanir á sjávarafurðum leiddu til þess, að farið var að sækja
suður í auknum mæli. Aukin netaveiði á Suður- og Innnesjum átti
hér einnig hlut að máli, því netafiskurinn reyndist stærri en sá, sem
veiddist á handfæri og lóðir.2
Verferðirnar voru tvímælalaust tilkomnar af nauðsyn, en ekki ein-
ungis til að þjóna lund sveitapilta; úr verinu fékk kotbóndinn
lífsnauðsynlega viðbót við rýra heimilisframleiðslu, en svigrúm til
að auka afraksturinn var oftast sáralítið. Og á búum, sem útheimtu
hóp vinnumanna yfir sumartímann, voru verferðirnar mikilvægt
bjargráð til að gera þá að matvinnungum yfir vetrarmánuðina.
Þó voru þeir til, sem hölðu sitthvað við þessa tvískiptingu vinnunn-
ar að athuga, einkum þegar „viðreisn íslands" tók að brenna sem
heitast á helstu menntamönnum íslands undir lok 18. aldar. Ólafur
Olavius sagði verferðirnar t.d. orðnar ,, . . . eins konar arfgengur
sjúkdómur, sem erfitt mun verða að ráða bót á.“ Hann heldur áfram:
Er það ein af orsökunum til þess, hversu slælega sjór er sóttur
úr Húnavatnssýslu, og það þótt fiskurinn gangi upp í lands-
steinana, eins og sagt er, að hann hafi gert við Skaga síðastliðin
20 ár, og er það meira en menn hafa sagnir af. Fljótin hafa
að minnsta kosti ekkert fram yfir Skagann um staðhætti til sjó-
sóknar og hákarlaveiða nema síður sé, því að á Skaga eru betri
lendingarskilyrði, þar er einnig möl, og hann liggur nær miðun-