Húnavaka - 01.05.1990, Page 167
HÚNAVAKA
165
um en Fljótin. Samt sækja Fljótamenn sjó og veiða sérstaklega
hákarl sér til mikilla hagsbóta.
Olavius gerir lítið úr þeim rökum húnvetnskra bænda, um að ver-
ferðirnar séu þeim nauðsyn til að forða vinnumönnum frá slæpingi.
Hann segir:
í Önundar- og Súgandafirði er aldrei sóttur sjór á vetrum, og
ætli menn liggi þar heima í leti og ómennsku þann tíma? Síður
en svo. Karlmenn vinna þar að tóvinnu ásamt kvenfólkinu,
sumir gæta fjár og moka ofan af fyrir því, þegar þess þarf,
eða hirða þann fénað, sem heima er. Með þessum hætti líður
þeim vel og eru betur stæðir en almennt gerist um sjávarbænd-
ur. Þeir gætu þó, ef þeir vildu, farið að vetrum til róðra yfir
að ísafjarðardjúpi, sem er skammt brottu og næstum allt árið
er fullt af fiski og hákarli. Ég fyrir mitt leyti hygg, að ef hún-
vetnskir bændur tækju upp það búskaparlag, mundi þeim líða
vel, þegar fjársýkin hættir að geisa.'5
Skúli Magnússon var ekki síður iðinn við að fletta ofan af ýmsum
ambögum í íslensku atvinnulífi; og einnig hann hafði sitthvað um
verferðir Norðlendinga að segja. Skúli var, eins og alkunna er, um
margt á undan sinni samtíð, og sem dæmi þess má nefna að hann
gerði seint á 18. öld eins konar hagkvæmniathugun á þessum ferðum.
Skúli komst að þeirri niðurstöðu að hagnaður norðlenska bóndans
af suðurferð eins manns á vetrarvertíð var aðeins á bilinu 4 ríkisdalir
og 56 1/2 skildingur til 9 ríkisdala og 10 1/2 skildinga, eftir því
hvaðan hann réri. Til samanburðar má nefna að á þessum tíma
kostaði ein tunna af skonroki 4 rd. og 48 sk.'1 í athugun Skúla var
ekki tekið tillit til aflabrests né langvinnra ógæfta - og auðvitað ekki
til áhættuþáttarins.5 Það er því ekki frítt við að maður taki undir
það með Olaviusi, að e.t.v hefði mátt gera vinnuna arðbærari með
öðrum hætti. En hvað um það - verferðir úr Húnavatnssýslu héldust
við lengi eftirleiðis.
Undirbúningur ferðarinnar hófst þegar upp úr nýári; þá var farið
að huga að færum og öðrum útbúnaði. Einyrkjar fólu konu og börn-
um búsmalann á hendur. Vermennirnir tóku nú til kost sinn og
gjaldmiðil til að greiða fyrir gistingu á leiðinni (oft matvöru eða