Húnavaka - 01.05.1990, Page 168
166
HÚNAVAKA
tóbaksmola), kvöddu vini og vandamenn og hlýddu á húslestur.
Upphafferðar þurfti vitanlega að miða við færð og veður.6
Fyrir höndum var sex daga ferð suður á Innnes, að öllu óbreyttu.
Algengasta leiðin var um Reykjabraut, framhjá Lækjamóti í Víðidal,
fyrir Miðfjörð, fram Hrútafjarðarháls að Grænumýrartungu og yfir
Holtavörðuheiði. Þá var Norðurá fylgt að sunnanverðu, farið um
Bæjarsveit í Skorradal og yfir Dragháls, leigð ferja yfir Hvalfjörð
og gengið til Reykjavíkur og þaðan suður í verstöðvarnar. Og íleiri
leiðir í ver þekktust raunar.7 Norðlensku vermennirnir virðast hafa
verið aufúsugestir á áningarstöðum sínum. Sveinn Pálsson segir um
þá:
Þeir fara að heiman um miðjan janúar oftast 10 til 20 saman.
A leiðinni eiga þeir fasta náttstaði, þar sem þeir eru ætíð vel-
komnir, því að þeir gjalda næturgreiðann ýmist með alls konar
smíðisgripum úr silfri, látúni, járni, eir o.s.frv., sem þeir koma
með heiman að til sölu, eða með því að syngja, lesa sögur,
eða kveða rímur á kvöldvökunni. Þeim er fagnað vegna
söngsins, því að þeir syngja almennt öðrum mönnum betur
og eru auk þess glaðari og fjörmeiri en aðrir landsmenn.8
Eftir þetta stefnulausa flakk utan vega er orðið tímabært að snúa
sér að efninu; vermönnum úr Húnavatnssýslu á þriðja áratugi síðustu
aldar. Nú gerist sú spurning áleitin hverjir það hafi einkum verið,
sem lögðu í hann með nesti og nýja skó um þær mundir; voru það
bændur eða vinnumenn; og var munur á sveitabændum og útvegs-
bændum í þessu efni. Því miður voru fyrri tíðar menn ekki svo tillit-
samir að halda til haga nákvæmum töflum um þessa fólksflutninga.
Þess í stað verðum við að styðjast við vegabréf vermannanna. Vega-
bréf eða ,,passar“ voru uppfinning valdsmanna, og miðuðu einkum
að því, að stemma stigu við að menn stykkju lönd og strönd frá
skuldum og stórri ómegð, en oft bar við að menn legðust í ferðalög
er svo bar við. Því voru leidd í lög árið 1781 reglur um það, að
engum liðist að flækjast á milli sýslumarka án þess að taka fyrst
vegabréffrá sýslumanni.9 Við eigum því landshornasirklum og lausa-
lýð að þakka, að hægt er að svara fyrrgreindum spurningum að
nokkru leyti. Án þess að reynt sé hið minnsta að rýra framlag flökku-
fólksins til nútímasögurannsókna, verður þó að slá þann varnagla