Húnavaka - 01.05.1990, Síða 170
168
HÚNAVAKA
strax, að ekki er víst að með þessu móti komi öll kurl til grafar.
Til dæmis má álykta, að vermanni sem bjó í Staðarhreppi hafi þótt
freistandi að spara sér sporin á fund Björns sýslumanns Blöndals
í Hvammi í Vatnsdal, - nógur var spottinn samt. Það kemur raunar
á daginn að enginn úr þeim hreppi tók passa árið 1821, hvað sem
því kann að valda. Einnig getur hitt hafa verið til, að maður hafi
sótt passa en slæmska í baki eða aðrar aðstæður leitt til þess að
hann haíði ekki not fyrir passann.
Fyrstur vermanna til að slíta gólfi hjá Birni Blöndal árið 1821
var Bjarni Gíslason vinnumaður á Auðunnarstöðum. Hann kom að
finna yfirvaldið í janúarlok, þann 27. nánar tiltekið. Er líklegt að
fleiri hafi þá þegar haft færin sín klár því vertíðin í Gullbringusýslu
var talin hefjast 2. febrúar.10 Á næstu dögum tíndust svo vermennirn-
ir inn á pall, oft margir saman, og suma daga var fátt annað fært
í bréfabók sýslumannsins en passi fyrir þennan eða hinn, sem ætlaði
,,nú að ferðast suður til Gullbringusýslu og dvelja þar við sjóróðra
til næsta vors, hvartil hann hérmeð attesterast verðslega frjáls“. Á
þessu gekk í mánuð og m.a.s. voru eftirlegukindur að tínast inn fram
í apríl.
Á þessu tímabili voru gefnir út 155 passar til vermanna. Rétt er
að taka fram að Blöndal gat þess í sýslulýsingu nokkrum árum síðar
að vermenn, sem tóku passa hafi í sinni embættistíð orðið flestir
veturinn 1820-1821.11 Árið sem hér varð fyrir valinu er því ekki með-
alár heldur sýnir sókn Húnvetninga suður í verin þegar hún var
einna mest.
Krímug fésin, sem kímdu við nýbökuðum sýslumanninum, þessi
dægrin voru afýmsu sauðahúsi; langfiestir voru vinnumenn, eða þrír
af hverjum fjórum, en fjórðungur var sjálfs sín á einhvern hátt; hús-
menn eða bændur. Það voru þó engir stórbændur, sem hér riðu hús-
um og hafa þeir því vísast haft eitthvað annað að iðja. Greinilegt
er að þeir sem voru kunnugir héldu hópinn; bræður, feðgar, vinnu-
menn á sama bæ eða úr sömu sveit urðu samferða að Hvammi eftir
passanum og hafa að líkindum ferðast saman suður. Þarf það ekki
að koma á óvart.
Á meðfylgjandi uppdrætti getur að líta heimilisfong vermannanna
eftir hreppum. Enn ber að slá varnagla. Einatt er erfitt að skera
úr um við hvaða bæ er átt. í pössunum er bæjarnafnið eitt fest á
blað en ekki viðkomandi hreppur og það eru t.d. nokkrir bæir í sýsl-