Húnavaka - 01.05.1990, Page 172
170
HÚNAVAKA
unni, sem heita Þverá. Kirkjubækur frá þessum árum eru víða glopp-
óttar og því engin leið að ganga úr skugga, svo óyggjandi sé, hvar
einstakir menn bjuggu. Lesandinn er því beðinn lengstra orða að
taka plaggið ekki of hátíðlega. En einstakir Hvammar og einstakar
Þverár breyta þó ekki heildarmyndinni, og hún virðist vera sú að
færri bæir úr núverandi vestursýslu sendu menn suður í ver í árs-
byrjun 1821 en þeirri eystri; og svo virðist að í sveitahreppunum
hafi verið brýnni þörf á að senda menn suður en í þeim sem voru
við sjóinn.
Þær hetjur hafsins, sem nú tróðu attesti sýslumanns um verðslegt
ferðafrelsi undir treyjuna sína, áttu enga lystireisu í vændum. Björn
Bjarnason segir eftirfarandi í Brandsstaðaannál um veður og færð:
Stillt veður og snjór á jörð til þorra, þá komu vestanátt og
blotar, hláka 25.-27. janúar, síðan óstöðugt. 8-15 febrúar
fjarskaleg rigning og vatnsgangur. Féllu víða skriður, mest móti
austri. Varð vermönnum að því óhægð, því heiðin var lengi
ófær vegna snjóbleytu. Komust þeir ei suður fyrr en um miðgóu,
en hún var hin besta og blíðasta, er verða kunni ... 12
Ekki geta annálar annars en að húnvetnsku vermennirnir hafi
komist klakklaust á áfangastaði sína, þó ætla megi að pollar og pyttir
hafi gert einhverjum þeirra gramt í geði á leiðinni.
Þegar komið er suður skiljast leiðir, nokkrir hyggjast róa af Inn-
nesjum í ár, aðrir halda suður í Garð en við klofum heim í rafvædda
nútíðina.
Passar til vermanna vegna vetrarvertíðar árið 1821
Nafn og hcimili
Staða
Bjarni Gíslason, Auðunnarstöðum. vinnumaður
Bjarnhéðinn Guðmundsson, Köldukinn. -
Sveinn Jónsson, Þorbrandsstöðum. -
Jón Sveinsson, Ysta-Gili. —
Jón Eiríksson, Mið-Gili. -
27/1
29/1