Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 177
HÚNAVAKA
175
10. Skúli Magnússon: Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu. Landnám Ingólfs I,
Rvík 1935-1936, bls. 58.
11. Sýslu- og sóknarlýsingar Hins íslenska bókmenntafélags. I, Húnavatnssýsla.
Jón Eyþórsson bjó til prentunar. Ak. 1950, bls. 6.
12. Björn Björnsson: Brandsstaðaannáll. Rvík 1941, bls. 84.
HVERNIG MANNKYNIÐ FANN GUÐ
„Það hugsuðu þeir (mennirnir) og undruðust, hví það mundi gegna, er jörðin
og dýrin og fuglarnir höfðu saman eðli í sumum hlutum og þó ólík að hætti. Það
var eitt eðli, að jörðin var grafin í hám fjallatindum og spratt þar vatn upp, og
þurfti þar ekki lengra að grafa til vatns en í djúpum dölum. Svo var og dýr og
fuglar, að jafn langt er til blóðs í höfði og fótum. Önnur náttúra er sú jarðar,
að á hverju ári vex á jörðinni gras og blóm, og á sama ári fellur það allt og fölnar,
svo og dýr og fuglar, að vex hár og fjaðrir og fellur af á hverju ári. Það er hin
þriðja náttúra jarðar, þá er hún er opnuð og grafin, þá grær gras á þeirri moldu,
er efst er á jörðinni. Björg og steina þýddu þeir móti tönnum og beinum kvikinda.
Af þessu skildu þeir svo, að jörðin væri kvik og hefði líf með nokkurum hætti,
og vissu þeir, að hún var furðulega gömul að aldatali og máttug í eðli. Hún fæddi
öll kvikindi, og hún eignaðist það allt er dó. Fyrir þá sök gáfu þeir henni nafn
og töldu ætt sína til hennar. Það sama spurðu þeir af gömlum frændum sínum,
að síðan er talin voru mörg hundruð vetra, þá var hin sama jörð og sól og himin-
tungl, en gangur himintunglanna var ójafn. Áttu sum lengra gang, en sum skemmra.
Af þvílíkum hlutum grunaði þá, að nokkur mundi vera stjórnari himintunglanna,
sá er stilla myndi gang þeirra að vilja sínum, og myndi sá vera ríkur mjög og
máttugur. Og þess væntu þeir, ef hann réði fyrir höfuðskepnunum, að hann myndi
og fyrr hafa verið en himintunglin, og það séu þeir, ef hann ræður gangi himintungl-
anna, að hann myndi ráða skini sólar og dögg loftsins og ávexti jarðarinnar, er
því fylgir, og slíkt sama vindinum loftsins og þar með stormi sævarins. Þá vissu
þeir eigi hvar ríki hans var, en því trúðu þeir, að hann réð öllum hlutum á jörðu
og í lofti, himins og himintunglum, sævarins og veðranna“.
Dulheimar íslands.