Húnavaka - 01.05.1990, Page 196
194
HUNAVAKA
Pó ég væri ungur þegar ég ílutti af Skagaströnd man ég glöggt
hvað þetta mikiliénglega og töfrandi sköpunarverk hreif mig. Enda
hef ég oft síðan gert mér ferð þangað til að rifja upp ungdómsminnin
og mér er enn í fersku minni hve margir áttu leið út á Höíðann
ýmist til að dást að töfrum og litbrigðum náttúrunnar eða þá til
að horfa eftir skipum sem væntanleg voru eða bátum úr róðri. En
oft var þaðan líka tröllslegt og ógnandi umhorfs þegar hamfarir veðra
og brims tóku yíirhöndina.
Foreldrar mínir — æskuheimili
Ég er fæddur í Viðvík, mitt á milli Skagastrandar og Hólaness,
þann 1. maí 1870 í Hofsprestakalli, skírður 23. júní sama ár. Foreldr-
ar mínir voru þau Olafur Jónsson, Ólafssonar bónda á Helgavatni
í Vatnsdal, en móðir hans var Sigríður Finnsdóttir frá Syðri-Ey á
Skagaströnd. Faðir minn var fæddur 17. mars 1836 og dó á Akureyri
26. febrúar 1898. Valgerður Narfadóttir, Þorleifssonar hreppstjóra á
Kóngsbakka í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, en móðir hennar var
Valgerður Einarsdóttir, Einarssonar frá Hrísahólum í sömu sveit.
Móðir mín var fædd 12. september 1840 og dó á Akureyri 9. júní
1892. Foreldrar mínir giftust á Hólanesi 30. nóvember 1866 með
konunglegu leyfisbréíi útgefnu 12. nóvember það ár. Hjónavígsluna
framkvæmdi séra Eggert O. Briem Höskuldsstöðum.
Faðir minn var röskur meðalmaður á hæð, þéttvaxinn og beinvax-
inn, dökkhærður og bláeygur, hvatur á fæti, kátur og fjörmaður
mikill, að burðum og kröftum í betra lagi en óvenjulega snar og
liðugur í átökum og óvæginn þegar því var að skipta og allgóður
glímumaður. Hann var mesti dugnaðar- og atorkumaður, ráðdeildar-
samur og hagsýnn til allra verka. í viðskiptum réttsýnn og ærukær
og þegar hann á sínum fyrstu búskaparárum þurfti oft á millibilslán-
um að halda var hann aldrei í rónni fyrr en hann á reikningsskilum
við hver áramót hafði goldið hverjum sitt. Man ég oft eftir á mínum
ungu árum, milli jóla og nýárs, að hann kom til móður minnar og
sagði að nú skyldi hún gefa sér góðan koss því nú væri hann búinn
að gera öllum skil svo um frjálst höfuð væri að strjúka.
Hann var heilsuhraustur mestan hluta ævi sinnar en magakvilli
j