Húnavaka - 01.05.1990, Page 202
200
HUNAVAKA
ekki síður til sjávarins eftir að hann vandist honum. En hann var
jafnframt búhneigður. Það sýndi sig best í ræktunarframkvæmdum
þeim sem hann kom á í Viðvík, einyrki sem hann var. Enda þurfti
í þá daga að hafa mörg spjót á lofti til að geta séð sómasamlega
fyrir sívaxandi fjölskyldu því engin voru efnin að styðjast við á hvor-
uga hlið.
Heimilið í Viðvík
Eins og áður er getið var það fyrir miðri Spákonufellsvíkinni. Sjálft
íbúðarhúsið var um 15 álna langt og 10 álna breitt. Niðri var forstofa
og t.h. við innganginn sjávarmegin, setstofa og þar inn af svefnher-
bergi hjónanna og venjulega tveggja yngstu barnanna. Til vinstri
sjávarmegin var veitingastofa en inn af eldhús og rúmgott búr. Uppi
á lofti voru svo 3 herbergi fyrir eldri börnin og vinnuhjú. Gaflar
og efri hlið munu hafa verið úr torfi og grjóti að mestu og ris með
torfþekju. Borðklætt gólf og loft og húsið allt innanþiljað og neðri
hlið hússins úr timbri. Gluggar voru tveir á setstofunni, einn í svefn-
herbergi, tveir í eldhúsi, og tveir á veitingastofu, hver með 6 rúðum,
um 8“ í ferkant. Hæð undir loft niðri mun hafa verið um 3 3/4
alin. í setstofunni niðri var vindofn, kyntur með mó. Misjafnlega
gekk þó að halda hita í stofu og svefnherbergi þegar miklir kuldar
og stormar gengu sem var æði oft að vetrarlagi. Dýrðlegt þótti samt
að hafa þessa upphitun því hún var óvíða.
í setstofunni var fóðraður legubekkur, 4 tréstólar, borð og kom-
móða. í svefnherbergi hjónanna 3 fastarúm með fiðurundirsængum
og koddum og með sumpart dún- og sumpart bringufiðursængum.
Léttar kappagardínur minnir mig aðeins vera fyrir ofanverðum
gluggum í setstofu. Loft var aðeins einfalt en bitar fóðraðir, gluggar,
loft og veggir minnsta kosti í setstofu, svefnherbergi og veitingastofu
málaðir. í eldhúsi var stór og góð eldavél með 3 potthólfum, vatns-
hólfi og bökunarofni, eldhúsborð undir gluggum og vel innréttað
matarbúr. Allt þótti þetta mestu herlegheit í þá daga og óvíða jafngóð
húsakynni. Vatnsleiðsla þekktist hvergi þá en vatn allt sótt í fötum
í brunn skammt frá og borið í fotugrindum til húss og fjóss.
Skömmu eftir að faðir minn keypti í Viðvík var byggt þinghús