Húnavaka - 01.05.1990, Síða 205
HUNAVAKA
203
Peim var þó sjaldan gefinn fóðurbætur annar en þurrkuð og barin
bein og hausar. Sykur- og kafiinotkun sérstaklega var að vísu lítil
þá, einkum á útkjálkum og í afskekktum sveitum. Ekki þótti samt
gott að vera alveg án þess mánuðum saman, síst sykursins, einkum
þegar gesti bar að garði.
Mataræði var svipað á heimili okkar og annars staðar. Fullorðna
fólkið fór venjulega á flakk kl. 6 á sumrum og kl. 7 á vetrum. Fékk
það þá grautarspón, kaffi, te (blóðbergs eða vallhumals) með smurðu
brauði eða eitthvað þess konar. Um 9-10 var kaldur dagmálamatur,
brauð, viðbiti, slátur, kjöt. Brauð var auðvitað allt heimabakað,
mestmegnis rúgbrauð, stundum flatbrauð og laufabrauð til hátíða-
brigðis. Rúgmjöl var lítið keypt en rúgur mest og þá malaður í smá-
kvörnum í heimahúsum. Miðdagsmatur var svo kl. 15, alltaf heitur,
súpa eða grautur með mjólk og oftast fisk- eða kjötréttur á eftir og
seinni árin minnsta kosti venjulegast kaffi á eftir. Og loks kaldur
kveldmatur milli 19-20. Síðan gengið til náða milli 21-22.
Á sumrin var kvenfólk við heyskap og móþurrk á milli venjulegra
húsverka en á vetrum við tóskap, spuna, kembingar, sokka- og vettl-
ingaprjón og stundum vefnað og fataviðgerð eða fatasaum, þær sem
til þess kunnu eitthvað því allt var gert á heimilinu, ekkert aðkeypt.
Notaðir voru nær eingöngu íslenskir skór, mest úr sauðskinni heima
við en nautshúðum og selskinni til ferðalaga og slitvinnu. Stundum
voru líka gerðir ilskór úr skrápskinni og þóttu liprir. En allur var
þessi skófatnaður endingarlítill enda var einn kvenmaður að miklu
leyti upptekinn við skógerð og bætingar fyrir heimilið. Vatnsstígvél
voru þá líka mjög óalgeng en skinnsokkar notaðir í þess stað og
skinnbrækur fyrir róðrakarlana og skinnstakkar að ofanverðu. Sömu
vinnukonurnar voru oft mörg ár í senn enda fór ætíð vel á með
þeim og húsmóðurinni. Árskaupið var þá ekki hátt, þetta 20-40 kr.
auk fæðis og húsnæðis. Venjulegast fylgdi með skó- og sokkafatnaður
og eitthvað af öðrum flíkum.
Afkoma foreldra minna á Skagaströnd var þó sæmileg með svo
mikinn barnahóp og stórt heimili sem þau höfðu. Systkini mín voru
átta en þar af dóu tvær systur á unga aldri. Fjármunum tókst þeim
þó ekki að safna því öll fyrirvinnan sem ekki fór til heimilisins gekk
í byggingar, húsmuni, ræktun og til bátaútvegsins og fyrir þetta feng-
ust aðeins smámunir þegar þau fiuttu aftur af Skagaströnd. Minnir
mig að hann gæti ekki selt fyrir viðunandi verð, húsakynni og útrækt-