Húnavaka - 01.05.1990, Page 215
HUNAVAKA
213
í Höfn bjó hún lengstum á heimili Valtýs Guðmundssonar, hins
fjölmenntaða forustumanns, en þeir Stefán skólameistari voru alda-
vinir frá barnæsku. Haustið 1921 réðist Hulda sem dönskukennari
að Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Komu kennarahæfileikar hennar
þá þegar í ljós og hve góð áhrif hún haíði á nemendur sína í því,
að kenna þeim háttvísi og menningarlega framkomu.
Eigi urðu kennsluvetur hennar á Akureyri nema tveir, því að þann
15. júní árið 1923 giftist hún Jóni S. Pálmasyni, prests Þóroddssonar
á Höíða á Höfðaströnd í Skagafirði, hinum mætasta manni. Haíði
Jón numið búfræði hjá Torfa í Ólafsdal og siglt síðar til frekara
náms í Danmörku. En þegar hér var komið sögu bjó hann stórbúi
á Þingeyrum. Hafði hann fest kaup á þessu stórbýli árið 1915 og
búið þar með aðstoð systur sinnar, Hallfríðar. Hafði hann og marg-
vísleg störf með höndum fyrir sveit sína og hérað.
Auk þess að sitja þetta sögufræga höfuðbýli voru þau hjón kirkju-
haldarar um áratuga skeið og verður þáttur þeirra í að varðveita
hina stórmerku kirkju Asgeirs Einarssonar aldrei að fullu þakkaður,
eins og síðar verður nokkuð á drepið. Tók Hulda þegar miklu ást-
fóstri við staðinn og reyndist mikilhæf búkona.
Bjuggu þau hjón stórbúi á Þingeyrum um langt árabil. Var jafnan
margt heimilisfólk í vist með þeim, oft á sumrum, um og yfir 30
manns. Auk þess var oft gestkvæmt hjá þeim, enda voru þau höíð-
ingjar miklir heim að sækja. Var því hlutur húsfreyjunnar æði stór
því að mörgu þurfti að hyggja á slíku heimili, sem heimilið á Þingeyr-
um var á dögum þeirra hjóna. Æði margir leituðu ásjár þeirra. Mun
enginn hafa farið þaðan bónleiður til búðar. Voru þau hjón hjúasæl
og var sama fólkið í vistum með þeim ár eftir ár. Margt aðkomubarna
dvaldi á heimili þeirra. Gamalt fólk átti þar og gjarnan afdrep.
Eina dóttur eignuðust þau hjón. Guðrúnu arkitekt í Reykjavík,
en maður hennar er Páll Líndal, deildarstjóri í Iðnaðarráðuneytinu.
Auk þess ólust upp hjá þeim þrjú börn. Þórir Jónsson, síðar bifvéla-
virki í Reykjavík, kom til þeirra fjögurra ára, sömuleiðis Jóhanna
Níelsdóttir og Guðrún Jóhannsdóttir einnig. Þær eru báðar látnar.
Öllum þessum fósturbörnum reyndist Hulda eins og væru hennar
eigin börn.
Þegar í upphafi búskaparára sinna á Þingeyrum voru henni falin
margháttuð störf í þágu sveitar sinnar og kirkju.
Hún var organisti Þingeyrakirkju í 15 ár og átti mikinn þátt í