Húnavaka - 01.05.1990, Page 227
HUNAVAKA
225
Oktavia dvaldist í foreldrahúsum nokkuð fram yfir fermingaraldur.
Arið 1930 seldi faðir hennar jörð sína Marðarnúp og flutti fjölskyldan
búferlum að Stóru-Giljá, þar sem faðir hennar kom á fót trésmíða-
verkstæði, ásamt Guðmundi syni sínum. Ari síðar fór hún í Kvenna-
skólann á Blönduósi og stundaði þar nám vetrarlangt. Síðan fór hún
til Reykjavíkur og vann um nokkurn tíma
hjá móðursystur sinni, Steinunni Guð-
mundsdóttur, nuddlækni í Reykjavík. A
þessum árum dvalar sinnar í Reykjavík
var hún um tíma þjónustustúlka hjá Ás-
geiri Ásgeirssyni, er þá var forsætisráð-
herra og konu hans Dóru Þórhallsdóttur.
Nokkru síðar sneri hún heim í Húna-
þing og gerðist ráðskona bræðranna á
Stóru-Giljá, þeirra Sigurðar og Jóhannes-
ar Erlendssona. Þann 24. júní 1938 giftist
hún Halldóri Jónssyni frá Brekku í Þingi.
Fyrstu búskaparárin voru þau Oktavia
og Halldór búsett á Akri, þar sem Hall-
dór var ráðsmaður hjá Jóni Pálmasyni alþm., en árið 1947 fluttu
þau að Leysingjastöðum. Þá jörð höfðu þau fest kaup á árið 1938.
Bættu þau jörð sína mjög að túnum og byggðu þar myndarlegt íbúð-
arhús. Um skeið bjuggu þau í sambýli við son sinn Jónas, er lést
afslysförum ungur að árum árið 1973. Einnig ólu þau upp tvö fóstur-
börn og gengu í foreldrastað, þau Ástu Margréti Gunnarsdóttur frá
fimm ára aldri, en hún er gift Birgi Steindórssyni kaupmanni á Siglu-
firði, og Jón Tryggva Kristjánsson, endurskoðanda í Reykjavík, en
kona hans er Aldís Aðalbjarnardóttir. Auk þess dvöldu á heimili
þeirra mörg aðkomin börn um lengri eða skemmri tíma, svo og aldr-
aðir, er nutu þar skjóls og aðhlynningar.
Heimili þeirra Oktaviu og Halldórs á Leysingjastöðum var annál-
að rausnarheimili. Var oft gestkvæmt þar og var hópur vina þeirra
jafnan stór er sótti þau hjón heim. Sumir voru langt að komnir.
Glaðværð og alúð húsbændanna sat þá jafnan í öndvegi og yljaði
þeim er að garði bar.
Halldór maður hennar lést 21. janúar árið 1983. Dvaldi Oktavia
á Leysingjastöðum fá ár eftir það. Hún fiutti til Blönduóss, en þar
bjó hún á Blöndubyggð 8 allt til ársins 1986, er hún varð vistkona
á Ellideild Héraðshælisins.
15