Húnavaka - 01.05.1990, Síða 235
HUNAVAKA
233
árkróki, en eftirlifandi eiginmaður hennar er Guðjón Einarsson.
Önnur börn þeirra voru: Sigurbjörg býr í Reykjavík, en maður
hennar, Konráð Jónsson, er látinn. Ólafur býr á Blönduósi. Hann
bjó áður með Elínborgu Benediktsdóttur, en þau slitu samvistum,
og nú býr hann með Rögnu Rögnvaldsdóttur. Guðrún býr á Syðri-
Grund með manni sínum Guðmundi Þorsteinssyni. Kári býr í
Reykjavík og var kvæntur Helgu Pálsdóttur, en þau skildu. Ástríður
býr ásamt manni sínum, Grími Eiríkssyni, í Reykjavík, en áður
bjuggu þau í Ljótshólum. Haukur er búsettur í Kópavogi ásamt
konu sinni, Margréti Gísladóttur, en áður bjuggu þau á Hvamms-
tanga og um tíma var Haukur hótelstjóri á Blönduósi. Sigvaldi býr
í Kópavogi og er ókvæntur. Guðmundur býr á Húnavöllum ásamt
konu sinni, Emilíu Valdimarsdóttur. Kjartan er búsettur í Reykjavík,
en kona hans er Sæunn Hafdís Oddsdóttir. Árni býr í Reykjavík
ásamt konu sinni, Ingibjörgu Ágústsdóttur.
Afkomendur Sigurjóns eru nú orðnir tæplega 200.
Æviferill 98 ára manns skilur eftir sig langa og viðburðarríka sögu.
Hvar sem Sigurjón Oddsson kom við sögu, skildi hann eftir sig spor
sem sáust vel. Hann var óvenju stór maður, sterklega byggður og
heilsuhraustur. Pegar við það bættist harka, ósérhlífni og stjórnsemi
þarf ekki að spyrja um verk mannsins og framkvæmdasemi. Sigurjóni
var mjög annt um landbúnaðinn og alla uppbyggingu hans og vann
samkvæmt því. Hann leitaði eftir nýjungum og kom þeim í
framkvæmd, ræktaði landið, byggði ný og betri hús jafnframt því
sem hann sinnti heimilinu vel. Pótt hann væri stór og stundum hryss-
ingslegur, var hann um leið nærgætinn og átti mikla umhyggju og
var bæði hjálpsamur og bóngóður. Oft var hann sóttur til hjálpar
bæði þegar menn og skepnur komu í heiminn. Heimilisstörfin voru
honum ekki framandi, og hann kunni bæði að spinna og vefa, og
ekki veitti af, því að marga þurfti bæði að fæða og klæða.
Margir minnast Sigurjóns sérstaklega fyrir að hann var gangna-
stjóri á Auðkúluheiði svo áratugum skipti. Kom það ekki af engu,
því hann var ratvís, góður skipuleggjari og hörkutól, sem þekkti heið-
ina og afréttirnar öllum öðrum fremur, því að þangað fór hann jafn-
framt til veiða og í grenjaleit.
Sigurjón missti Guðrúnu, konu sína, árið 1966. Þá höíðu þau um
skeið búið á Blönduósi vegna vanheilsu hennar. Eftir lát hennar var
Sigurjón ýmist á Blönduósi eða Rútsstöðum hjá Guðmundi, syni