Húnavaka - 01.05.1990, Page 238
236
HUNAVAKA
Höfuðból og sýslumannssetur á síðustu öld. Framan af aldri vann
Reynir öll venjuleg sveitastörf í foreldrahúsum. Kom snemma fram
dugnaður hans og ósérhlífni er entist honum til hinstu stundar.
Veturinn 1945-1946 stundaði hann nám við Héraðsskólann að Reykj-
um í Hrútafirði. Ari síðar lést faðir hans aðeins fimmtugur að aldri.
Hélt Theódóra ekkja hans áfram búskap á hálfri jörðinni með aðstoð
barna sinna. Hinn helminginn átti bróðir
Theódóru, Guðjón Hallgrímsson, og síð-
an Hallgrímur sonur Guðjóns.
Voru þeir Reynir og Hallgrímur
systkinasynir og bjuggu lengst af hvor á
sínum jarðarhluta.
Þann 24. október árið 1953 gekk Reyn-
ir að eiga Salóme Jónsdóttur, Pálma-
sonar, bónda og alþm. á Akri. Eignuðust
þau hjón tvær dætur, Theódóru, hjúkrun-
arfræðing í Reykjavík, en maður hennar
er Gunnar Már Jónasson, verkfræðingur
og Jónínu Valgerði, skrifstofustúlku í
Reykjavík, en hún er gift Gísla Ulf-
Vegna mannkosta sinna voru Reyni snemma falin trúnaðarstörf
á vegum sveitarfélags síns. Hann sat um skeið í hreppsnefnd As-
hrepps og sóknarnefnd Undirfellskirkju og átti mikinn þátt í lagfær-
ingu kirkjunnar á sínum tíma.
Reynir taldi sig ætíð gæfúmann. Að hafa átt þess kost að lifa með
landinu, ef svo mætti komast að orði. í faðmi hins fagra og sögufræga
dals, á heimaslóðum, hlaut hann lífstrú sína, trú á gróðurmátt jarðar
og trú á þann, sem vakir yfir stóru og smáu og gefur öllu mátt
til lífsins. Hann var ræktunarmaður á flestum sviðum búskapar síns.
Var bú hans jafnan arðsamt. Hann unni átthögum sínum.
Hestamaður var hann ágætur, átti góðan hrossastofn frá byrjun
búskapar síns og ræktaði hann af kostgæfni.
Fátt stóð huga hans nær en göngur vor og haust. Og ekkert heillaði
hann meir en söngur vorboðanna á öræfaslóðum og hin órofa kyrrð
er hvergi er meiri en á heiðum uppi.
Reynir var glaðvær í góðum hópi vina sinna. Höíðingi í lund,
vinmargur og vinsæll. Var heimili þeirra hjóna þekkt rausnarheimili.