Húnavaka - 01.05.1990, Page 247
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN ÁRIÐ 1989.
Janúar.
Mánuðurinn var yfirleitt hlýr en
óvenjulega umhleypinga- og úr-
komusamur. Alls varð úrkoma
95,4 mm, sem féll sem regn 29,5
mm og snjór 65,9 mm. Snjólag
var skráð allan mánuðinn, en þó
aldrei mikið. Fyrsti dagur mán-
aðarins var sá eini, sem ekki
mældist frost en það varð mest
13 stig þann 21. Síðasti dagur
mánaðarins var sá hlýjasti, 7,3
stig, og þá var hvöss suðlæg átt
með mikilli rigningu. Leysti þá
mikinn snjó, en frysti undir
miðnættið. Hagar voru litlir síð-
ari hluta mánaðarins og svellalög
á vegum. Snjór var lítið til fyrir-
stöðu í héraðinu, en færð erfið á
íjallvegum og trufluðust sam-
göngur þess vegna. Aðeins var
einn dagur í mánuðinum sem
ekki varð vart við úrkomu og er
það óvenjulegt. Gæftir á sjó voru
óhagstæðar.
Febrúar.
Febrúar var óvenju umhleyp-
ingasamur. Attin var, að meiri-
hluta, norðanstæð allan mánuð-
inn og snjór á jörð. Fimm dagar
voru frostlausir og varð hlýjast
7,6 stig þann 9. Kaldast varð 15
stiga frost þann 16. Mánaðarúr-
koman varð 35,1 mm, öll snjór
og féll á 24 dögum, en af þeim
voru tveir dagar ekki mælanlegir.
Hvassast varð þann 12. af vestri
og þann 25. af norðvestri, 8
vindstig. Gæftir voru mjög stop-
ular í mánuðinum og jarðbönn
nema á þeim jörðum sem næst
liggja sjó. Þjóðvegurinn gegnum
sýsluna var greiðfær, en ryðja
varð snjó afvegum til dala.
Mars.
Kalt var í byrjun mánaðarins og
lægsta hitastig var 16,8 stiga frost
þann 4. Frostlaust var þrjá sólar-
hringa þann 9., 30. og 31. Hlýjast
var þó 6,7 stiga hiti þann 8. og