Húnavaka - 01.05.1990, Page 249
HÚNAVAKA
247
þann 9. af suðaustri. Síðari hluta
mánaðarins var átt yfirleitt
norðlæg. Snjólag var skráð allan
mánuðinn. Hagar voru nægir á
láglendi en engir þar sem hærra
var. Samgöngur voru mjög erfið-
ar á fjallvegum. Hvergi sást
gróðurnál í mánaðarlokin.
Maí.
Hálfgerð vetrartíð var fram eftir
maí og gróður mjög takmarkað-
ur. Mjög lítið farið að lifna í
görðum, tún flest aðeins með
grænni slikju og úthagi grár yfir
að líta. Sauðfé var alls staðar á
gjöf þótt hægt væri að Iáta lambfé
vera úti. Hiti fór mest í 11 stig
þann 20. Frost var skráð 7 daga,
mest 3 stig þann 9. en 0,6 þann
29. Snjólag var skráð fyrstu vik-
una í maí og síðan þann 17. og
24. Mesti vindur var 7 vindstig
af suðsuðvestri þann 20. Urkoma
féll 19 daga alls 47,1 mm, 7 mm
snjór eða slydda en 40,1 sem
regn. Yfirleitt var loft skýjað í
maí og veður fremur hæg. Gæftir
á sjó voru góðar. Snjór var mjög
mikill á hálendi í mánaðarlokin
og leysti hægt. Vatnavextir voru
því ekki miklir.
Júní.
Júnímánuður var hlýr og góður
fyrstu þrjár vikurnar. Hiti komst
í 17 stig þann 11. og 17,8 stig
þann 12. Leysti snjó ört og
vatnavextir urðu miklir. Gróður
tók mjög við sér. Nokkuð kólnaði
í mánaðarlokin og fór hiti niður
í frostmark aðfaranætur þess 26.
og 29. Sauðfé var sleppt í úthaga
undir miðjan mánuðinn ' á
mjög takmarkaðan gróður.
Gróður var lítill eða enginn í af-
réttum í mánaðarlokin og aur-
bleyta á heiðavegum. Urkoma
var engin eftir 22. júní, en varð
vart í 18 daga en mælanleg að-
eins í 14, alls 23,3 mm. Veður
voru hæg í júní, hvassast 6 vind-
stig af suðri og suðvestri þann 18.
og 19. Veiði í ám var lítil og
marga daga engin vegna mikilla
vatnavaxta fram eftir mánuðin-
um. Vatnsdalsá flaut yfir bakka
sína og hlíða á milli, svo að vegir
fóru undir vatn beggja megin
dalsins. Sláttur var hafinn á ör-
fáum bæjum, síðast í mánuðin-
um. Kal í túnum var sumstaðar
mjög mikið, einkum á Skaga.
Júlí.
Hagstætt tíðarfar mátti kalla í
júlímánuði. Áttin var að mestu
suðlæg til 23. og nokkur úrkoma.
Mánaðarúrkoman varð 61,1 mm
og féll á 16 dögum auk 5 daga
sem hún var ekki mælanleg.
Vætusamt var frá 25. til 29. og
áttin norðlæg og köld. Tveir síð-
ustu dagar mánaðarins voru
þurrir og hlýir. Hlýjast varð
þann 18. 19,5 stig en kaldast