Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 251
HÚNAVAKA
249
Nóvember.
Nóvember reyndist mjög góður.
Jörð var svo til auð á láglendi all-
an mánuðinn, en fjöll flekkótt.
Hlýjast var 10,4 stig þann 15. og
10,1 stig þann 29. Frost mældist
í 23 daga, mest 11,4 stig þann
19. Vindátt var, að meiri hluta,
suðlæg og suðaustlæg. Nokkuð
hvasst var af suðaustri þann 29.
Urkomu varð vart í 17 daga, en
á 12 dögum féllu alls 24 mm, þar
af aðeins 0,6 mm sem snjór. í
mánaðarlokin var jörð víða
klakalaus. Vel gaf á sjó í mánuð-
inum og til allra útiverka. Sauðfé
lá, að mestu, úti til mánaðarloka.
Samgöngur voru auðveldar.
Desember.
Mánuðurinn hófst með hlý-
indum, sem stóðu fram um miðj-
an mánuðinn og var snjólaust á
láglendi. Þann 1. var hitinn 11,2
stig. Heiðríkja og logn var frá 10.
til 12. Kaldast varð 17,8 stiga
frost þann 20. Norðlæg átt var frá
14. til 20. Varla var hægt að segja
að jólin væru hvít og snjórinn
var, að mestu, farinn af láglendi
í lok ársins. Blæjalogn var um
áramótin, en suðaustan átt hafði
verið frá 28. Nokkurn ugg setti
að fólki vegna hafíss, sem varð
landfastur við Horn og teppti sigl-
ingar. Enginn ís komst þó hér
inn á Húnaflóa, en þó torveldað-
Skýrsla um mánaðarlegar úrkomumælingar á Blönduósi
árin 1987, 1988 og 1989 í mm:
1987 1988 1989
Janúar 2,6 7,9 95,4
Febrúar 29,3 18,8 35,1
Mars 40,1 51,6 25,3
Apríl 39,5 14,5 34,1
Maí 15,1 22,6 47,1
Júní 4,4 35,7 23,3
Júlí 57,4 19,6 61,1
Ágúst 22,0 25,8 81,8
September 19,5 53,2 49,7
Október 24,1 51,6 14,8
Nóvember 35,7 35,5 24,0
Desember 48,3 59,24 44,9
Alls árið ............... 338,04 396,04 536,60