Húnavaka - 01.05.1990, Page 252
250
HÚNAVAKA
ist nokkuð sjósókn. Heild-
arúrkoma varð 44,9 mm, féllu
29,6 mm sem regn á 6 dögum og
15,3 mm sem snjór á 12 dögum.
Hagar voru nægir í árslok og
samgöngur ótrullaðar á landi.
Með þessu veðuryfirliti fylgir
nú skýrsla um mánaðarlegar úr-
komumælingar á Blönduósi árin
1987, 1988 og 1989. Er fróðlegt
að sjá hversu mánaðarleg úr-
koma er misjöfn og eins á milli
ára. Enn skal á það bent hversu
vindur og úrkoma getur verið
misjöfn á einstökum stöðum í
héraðinu og það þótt stutt sé á
milli. En enginn vafi er á því,
enda almæli, að mikil veðursæld
ríkir hér um Húnavatnsþing.
Blönduósi, 25. janúar 1990.
Grímur Gíslason.
FRÁ HÉRAÐSBÓKASAFNINU.
Aðföng safnsins árið 1989 voru
513 bækur auk fjölda tímarita.
Þar af voru keyptar 245 nýjar
bækur, 120 eldri bækur auk þess
sem safninu voru gefnar 148
bækur.
Heildarútlán voru 12.097
bindi, sem er aukning frá fyrra
ári og skiptust þannig:
Barnabækur ............ 3.777
Skáldverk ............. 4.967
Flokkabækur ........... 2.900
Tímarit ................. 155
Hljóðbækur .............. 298
Sótt var um styrk til Menning-
arsjóðs kaupfélagsins til kaupa á
skákbókasafni Baldurs heitins
Þórarinssonar og var gengið frá
þeim kaupum á haustdögum.
Það er óneitanlega mikill fengur
í safni Baldurs, þar sem hann
lagði sig fram um að eignast öll
íslensk tímarit um skák og mörg
þeirra torfengin nú orðið, en auk
þess er um að ræða ríflega eitt
hundrað skákbækur bæði íslensk-
ar og erlendar. Það er von mín
að skákmenn hér heima í héraði
eigi eftir að njóta þessa einstaka
safns.
Undirritaðri var boðið í 75 ára
afmæli bókasafnsins í Karlstad í
Svíþjóð 1.-3. september sl. Þar
hittust í fyrsta sinn bókaverðir
frá vinabæjunum fimm, Blöndu-
ósi, Horsens, Karlstad, Moss og
Nokia. Að afmælinu var ákaflega
vel staðið, gestrisni mikil og
margt skemmtilegt skrafað. Þess
má geta að Héraðsbókasafninu
hefur borist myndarleg bókagjöf
frá Karlstad.
í tilefni 100 ára afmælis Félags
íslenskra bókaútgefenda var vik-
an 22.-28. október helguð börn-
um og lögðu bókasöfn um land
\