Húnavaka - 01.05.1990, Qupperneq 260
258
HÚNAVAKA
voru mættir á staðnum til þess
að skemmta yngstu borgurunum.
Fjölmenni var að venju við at-
höfnina.
Á.S.
FRÁ HÉRAÐSSKJALASAFNINU.
í fréttapistli í fyrra var þess getið,
að safninu bættust á hverju ári
myndir af gömlum bæjum og at-
burðum, sem skíra þyrfti upp.
Sótt var um styrk til Þjóðhátíðar-
sjóðs og fékkst 90 þúsund króna
styrkur til þessa verkefnis. Samið
var við Stefán Pedersen á Sauð-
árkróki og nú hafa verið gerðar
upp yfir tuttugu myndir. Ef ein-
hver hefði áhuga á að eignast
mynd afgamla bænum ájörðinni
sinni, gæti hann það, ef myndin
er til á safninu. Einnig eru til
margar myndir frá Blönduósi og
Skagaströnd.
Hin nýskipaða héraðsnefnd,
sem tók við af sýslunefnd um ára-
mótin 1988 og 1989 kaus safninu
nýja stjórn. Hana skipa: Jón
ísberg, formaður, Ásta Rögn-
valdsdóttir, bókavörður, Blöndu-
ósi, og Elinborg Jónsdóttir, kenn-
ari og formaður Sögufélagsins
Húnvetningur, Skagaströnd.
Margir komu með skjöl,
bækur, myndir og fleira til
safnsins vitandi það, að þarna er
það vel geymt, ef einhver vildi
notfæra sér það síðar meir. Þá
hafa allnokkrir notfært sér safnið
við heimildakönnun, m.a. sagna-
ritarinn, sem skráði sögu Skaga-
strandar, Byggðina undir Borg-
inni.
Reynt hefur verið að byggja
safnið upp með kaupum á nýút-
gefnum og eldri bókum um ætt-
fræði og sagnfræði, þó getunni
séu takmörk sett af þröngum
(járhag, þrátt fyrir rausnarlegt
framlag héraðsnefndar. En
drýgstar eru og verða gjafir vel-
unnara þess, hér heima í héraði
og burtfluttra Húnvetninga.
Við safnið starfa tveir
starfsmenn. Pétur Sigurðsson er
í hálfu starfi og vinnur úr ætt-
fræðigögnum safnsins. Ætlunin
er að gefa það út smám saman.
Þá vinnur Þórhildur ísberg,
safnvörður, við safnið í hálfu
starfi hálft árið við skráningu
skjala og mynda. Þótt safnið sé
opið aðeins að vetrinum, er alltaf
hægt að komast þar inn, ef
safnvörður er á staðnum. Þeir
eru margir, sem koma við að
sumrinu til þess að fá upplýsing-
ar um ætt og uppruna. Flestum
hefir verið hægt að veita ein-
hverja úrlausn.
Ég enda þennan pistil eins og
ég hefi endað fyrri skrif mín um
safnið, og minni á, að það sem
talið er lítils virði í dag, getur
verið mikils virði eftir nokkur ár.
Hugsið um þetta, áður en þið