Húnavaka - 01.05.1990, Page 278
276
HUNAVAKA
sögu Skagastrandar og Húna-
þings í heild, að þessir hreppar
tækju höndum saman í því verki
að reisa Magnúsi Björnssyni
minnisvarða á góðum stað í landi
Syðra-Hóls, að fengnu leyfi land-
eigenda, og stefnt yrði að því að
afhjúpa varðann á 100 ára af-
mæli Magnúsar þann 30. júlí
1989.
í bréfinu voru ennfremur lögð
fram ýmis rök máli þessu til
styrktar og áréttingar. Skemmst
er frá því að segja, að mál þetta
fékk hinar bestu undirtektir og
voru allir sammála því að þarna
væri bent á verkefni sem verðugt
væri og mjög við hæfi að fram-
kvæma á þessum tímamótum,
því með þessu verki væru sam-
eiginlegar rætur hinna þriggja
hreppa staðfestar undir merki
hins forna Vindhælishrepps.
Framkvæmdanefnd var kosin og
sátu í henni þrír menn: Sveinn
Sveinsson á Tjörn fyrir Skaga-
hrepp, Jónas Hafsteinsson á
Njálsstöðum fyrir Vindhælis-
hrepp og sá er þetta ritar, fyrir
Höíðahrepp. Ákveðinn samning-
ur var gerður milli hreppanna
um að reisa minnisvarðann og
þar skilgreind öll nauðsynleg at-
riði málsins. Sá framkvæmdanefnd-
in síðan um að koma málinu
áfram og naut aðstoðar sveitar-
stjóra Höíðahrepps, Guðmundar
Sigvaldasonar, sem reyndist
haukur í horni. Ákveðið var að
fá Erling Jónsson myndhöggvara
í Osló til að gera mynd af Magn-
úsi ásamt viðeigandi áletrun á
stuðlabergsdrang, sem reistur
yrði á steyptri undirstöðu.
Erlingur er af húnvetnsku bergi
brotinn og vel til verksins fallinn
í alla staði. Samstarf við hann og
umboðsmann hans, Birgi
Guðnason í Keflavík, var mjög
gott og ánægjulegt. Nokkur tími
fór í að koma gögnum til lista-
mannsins, svo hann gæti tekið til
starfa, en allt gekk þó að óskum
við undirbúning og skipulag
mála. Pann 3. júní kom fram-
kvæmdanefndin saman á Syðra-
Hóli og var rætt við Björn bónda
og síðan gengið um landareign-
ina og staðhættir kannaðir.
Fannst brátt staður fyrir minn-
isvarðann sem allir gátu sætt sig
við. Um miðjan júlí var varðinn
settur upp og var verkið unnið
á vegum Helga Gunnarssonar
trésmíðameistara á Skagaströnd.
Auk hinna þriggja hreppa
styrktu framkvæmdina eftirtaldir
hreppar: Svínavatnshreppur,
Bólstaðarhlíðarhreppur, Torfa-
lækjarhreppur, Sveinsstaða-
hreppur, Áshreppur og Engi-
hlíðarhreppur. Sést á því að hún-
vetnsk samstaða var til staðar í
þessu máli.
Svo rann upp sunnudagurinn
30. júlí 1989. Þó að veðurlag hafi