Húnavaka - 01.05.1990, Síða 279
HÚNAVAKA
277
verið eindæma slæmt dagana þar
á undan, þá var hið þokkalegasta
veður þennan dag. Afhjúpun
minnisvarðans fór fram á hefð-
bundinn hátt, að viðstöddu fjöl-
menni. Sveinn Sveinsson á Tjörn
flutti ávarp af hálfu hinna þriggja
hreppa, Elinborg Jónsdóttir flutti
ávarp fyrir hönd Sögufélags
Húnvetninga, sá er þetta skrifar
talaði fyrir hönd framkvæmda-
nefndar og Magnús B. Jónsson
flutti ávarp af hálfu ættingja
Magnúsar Björnssonar. Kirkju-
kór Hólaneskirkju söng, undir
stjórn Julian Hewletts, þrjú lög
sem öll voru í anda Magnúsar á
Syðra-Hóli, fyrst ,,Húnabyggð“
svo ,,Ég vil elska mitt land“ og
síðast „Blessuð sértu sveitin
mín“. Sonarsonur Magnúsar
Björnssonar og nafni afhjúpaði
minnisvarðann, sem stendur
gegnt bæjarstæðinu á Syðra-Hóli
og horfir mynd Magnúsar þang-
að heim. Eftir athöfnina við varð-
ann var öllum boðið til kafli-
samsætis í félagsheimilinu Fells-
borg á Skagaströnd, fyrir hönd
Jóhönnu Albertsdóttur ekkju
Magnúsar og hinna þriggja
hreppa. Þar flutti Lárus Ægir,
með skörungsskap, söguna um
Laufu eftir Magnús Björnsson,
en í þeirri sögu kemur stílsnilld
Magnúsar vel fram.
Hér eru, í stuttu máli, rakin
meginatriði þeirrar sögu, að
ráðist var í að reisa minnisvarða
um Magnús Björnsson. Sú saga
er ekkert atriði í sjálfu sér, heldur
sú staðreynd að þessi minn-
isvarði er orðinn að veruleika og
vitnar um það, að fólk sem býr
við ysta haf, á ríkar hugsjónir og
menningarlega tilvist, ekki síður
og jafnvel öllu heldur, en þeir
sem í óðaþéttbýli búa. Þeirri
gleðilegu staðreynd er að þakka
mönnum, sem alltaf héldu vöku
sinni í andlegum efnum og hófu
hærra veg ættbyggðar sinnar
með verkum sínum og vökulli
virðingu fyrir framlagi genginna
kynslóða — mönnum eins og
Magnúsi Björnssyni frá Syðra-
Hóli.
Rúnar Kristjánsson.
VATNAVEXTIR OG
TREG VEIÐI.
Laxveiði var treg sumarið 1989.
í byrjun veiðitíma voru miklir
vatnavextir og ár mórauðar. T.d.
var einn helsti löndunarstaður-
inn í Blöndu hulinn ís í byrjun
veiðitíma og áin svo mikil að ill-
mögulegt var að standa að veiði.
í Vatnsdal flaut vatn yfir veginn
við Hvammsskriður og Gilsstaði
þann fjórtánda júní, þ.e. daginn
áður en veiði átti að hefjast.