Húnavaka - 01.05.1990, Page 290
288
HUNAVAKA
banka er átt við það fjármagn
sem bankinn hefur til aukningar
útlána hverju sinni.
í lok ársins var gerður samn-
ingur við Sölufélag Austur-Hún-
vetninga um yfirtöku útibúsins á
Innlánsdeild SAH og voru yfir-
færðar innistæður kr. 104.179
þús.
Aukning innlána í útibúinu á
árinu 1989 varð 51,2% og var
það mesta aukning innlána í ein-
stökum afgreiðslum bankans á
árinu, en heildar innlánsaukning
bankans var 27,7%.
Færslur á gjaldkeratæki voru
344.264 og hafði þeim fjölgað um
57% frá fyrra ári.
Rekstur útibúsins gekk allvel á
árinu og er nú farin að skila sér
hagræðing af tölvuvæðingu sl.
ára, t.d. með fækkun starfs-
manna. Verður nú nánar vikið
að einstökum þáttum í rekstri
útibúsins.
Innlán:
Heildarinnlán í lok 27. starfsárs
útibúsins um síðustu áramót
voru um 1.100.227 þús. en voru
727.828 þús. í árslok 1988, og
höfðu því aukist um 51,2%.
Aukning innlána umfram vexti
á árinu 1989 voru 200.083 þús.
eða 27,5%.
Innlán skiptust þannig:
Þús. kr.
86.855
Óbundin innlán ....... 503.400
Bundin innlán ........ 501.614
Gjaldeyrisinnlán ....... 8.358
Útlán:
Heildarútlán útibúsins námu
953.991 þús. í árslok, en 745.248
þús. árið áður. Utlánsaukningin
á árinu varð því 208.743 þús.,
eða 28,0%.
Aukning sjálfstæðra útlána
varð 111.713 þús., eða 23,4%,
þ.e. aukning útlána að frádregn-
um afurðalánum og skuldabréfa-
kaupum af Framkvæmda- og rík-
isábyrgðasjóði.
Útlán skiptust þannig:
Þús. kr.
Afurðalán .............. 351.623
Víxillán ................ 79.088
Yfirdráttarlán ......... 146.604
Verðbréfalán ........... 376.676
Skipting útlánaflokka:
Til atvinnuveganna .... 76,5%
Til opinberra aðila ...... 8,3%
Til einkaaðila .......... 15,2%
Lánveitingar Stofnlánadeildar
landbúnaðarins til framkvæmda
og vegna jarðakaupa voru um
25.687 þús. á árinu 1989, í Aust-
ur- og Vestur- Húnavatnssýslur.
í austur-sýsluna voru veitt 10 lán
að fjárhæð um 6.753 þús. og í
vestur-sýsluna voru veitt 22 lán
að fjárhæð 18.934 þús.
Veltiinnlán