Húnavaka - 01.05.1994, Page 12
10
HUNAVAKA
Þeir höföu lagt af stað án pess áb vita fyrir víst hvort Lárus vœn við, höföu
frétt að þau hjónin hefðu In ugðið sér til Sauðárkróks. En það var svona rétt
í anda Húnavökunnar áð lialda sínu striki án tillits til þess hvort viðmæl-
andinn vœri heima éða ekki.
A dyrahellunni í Neðra-Nesi situr köttur og virðist vera einn í híbýlum.
Þegar knúið er dyra ei'u ekki önnur svör en þau að heimilishundurinn gelt-
ir innandyra, ótvírœtt merki um áð húsbœndur haji brugðið sér af bce. Ekki
er þó ástæða til að örvænta, það er áliðið dags og líklegt að fólk skili sér
jljótlega úr kaupstaðarferðum. Orfáar rollur kroppa í túnjáðrinum og
tjörnin er mórauð í sunnanáttinni. Túnin eru liirt þó kalt og votviðrasamt
hafi verið.
Húsið í Neðra-Nesi er ekki háreist bygging en tvílyft þó með risi, einni
burst og viðbyggingu lágri til hliðar. Þó er greinilegt að jjölmiðlamenningin
nær hingað heim því að sjónvarpsgreiður miklar tróna yjir bœnum ogjafn-
vel einhvers konar fjarskiþtaskermur. Af hlaðinu sést Tröllaskagi handan
Skagafjarðar og á firðinum glampar á Málmey og Þórðarhöjða í sólskin-
inu.
Bíll kemur í rykmekki eftir malarveginum og beygir heim að Nesi. Steinn
á Hrauni, nágranni þeirra Lárusar og Svövu, ekur greitt í hlað oghjálpar
þeim út úr bílnum. Lárus er máður lágvaxinn, grannholda og orðinn lot-
inn, hann er alskeggjaður, brosið kankvíslegt og augun snör og glettin.
Hann tekur í hönd okkar og heilsar. Handtakið er ekki þétt en hlýtt. Engar
krumlur á Lárusi í Nesi, heldur bókahendur.
Okkur er boðið til stofu. Húsakynni eru ekki stór og athygli vekur að bæk-
ur og tímarit eru helst hvert sem litið er. Lárus er glaðbeittur og skrajhreif-
inn en kannski örlítið lúinn eftir kaupstáðarferðina.
Uppruni
Ég er fæddur á Fjalli á Skagaströnd 3. nóvember 1918. Foreldrar
mínir voru Björn Björnsson og Kristín Jónsdóttir sem þá bjuggu á
hluta af Fjalli, ég held þriðjungnum, komu þangað vorið 1918 og
voru þar til 1920. Ég var bara fyrsta árið hjá þeim því á gamlársdag,
þegar ég var rúmlega ársgamall, var ég að reyna að hlaupa eitthvað
um inni og sjálfsagt verið óþekkur. Marnrna var að bæta í eldavél-
ina, tók pott og setti hann á gólfið. Ég var þá í hinum endanum á