Húnavaka - 01.05.1994, Page 13
HUNAVAKA
11
baðstofunni en það nam engum togum að ég kom hlaupandi og
datt beint yfir pottinn. Eg var nú heppinn að það fór ekki framan í
mig en ég brenndist þó nokkuð mikið neðan á kjálkunum, sérstak-
lega öðrum megin, hálsinum og
báðum handleggjum. Eðlilega var
ég óskaplega óvær og þá var ekki
alltaf hlaupið til læknis undir
eins. Þetta var erfitt fyrir móður
mína enda hún komin langt á leið
að næsta barni. Það var tekið til
ráðs að koma mér að Keldulandi
en þar bjó þá föðurbróðir minn,
Lárus Björnsson, og kona hans,
Guðrún Olafsdóttir, sem var ákaf-
lega nærfærin við sjúklinga. Atti
ég að vera þar um tíma, en svo fór
að ég fór ekki frá Keldulandi fyrr
en fóstri minn var dáinn árið
1936. Fóstra mín dó 1922.
Ég hafði lítið af foreldrum mín- Lárus Bjömsson á yngri ámm.
um að segja í uppvextinum.
Mamma fór frá Fjalli 1920 en
pabbi var eitt ár vinnumaður hjá Jónasi sem þá bjó þar. Svo fluttu
þau vestur fyrir Blöndu. Pabbi kom þó oftast nær tvisvar á ári að
Keldulandi. Efdr að ég var orðinn svona 10 ára fór ég að heimsækja
þau, þá áttu þau heima á Húnsstöðum. Pabbi var vinnumaður hjá
Jóni á Húnsstöðum en mamma var í húsmennsku þar.
Við systkinin vorum sex, elst er Þorbjörg sem lengi bjó á Hæli,
hún er nú á Héraðshælinu á Blönduósi. Hún er fædd 1908. Ingvar
var næstur, fæddur 1912, hann var lengi kennari á Akranesi og dó
þar rúmlega fimmtugur. Jakobína, fædd 1916. Hún bjó nokkuð
lengi á Gilá í Vatnsdal, seinni kona Indriða Guðmundssonar, en
hún lést langt um aldur fram, 1956. Þá er ég næstur, síðan Guðrún
á Geithömrum, fædd 1920, kona Þorsteins sem bjó þar en er nú
látinn. Sigurjón er langyngstur, fæddur 1926. Hann er á Orrastöð-
um, búinn að búa þar lengi.