Húnavaka - 01.05.1994, Blaðsíða 14
12
H ÚNAVAKA
Kelduland
Það fór ákaflega vel um mig á Keldulandi. Þegar ég kom þangað
voru þar fósturforeldrar mínir og þrír synir þeirra, Björn, Olafur
og Jón og ein dótdr, Sigurlína. Björn flutti til Suðurlands veturinn
1923 og var í Kotvogi í Höfnum. Hann drukknaði veturinn 1933 og
Olafur bróðir hans líka. Hann haíði farið suður á vertíð þá um vet-
urinn. Jón lést árið 1930 svo það var ekkert eftir af systkinunum
nema Sigurlína. Einnig var stúlka uppalin þar, Sigurrós Jóhannes-
dóttir, sem bjó á Skagaströnd um tíma. Svo var föðuramma mín,
Salóme Sigríður Erlendsdóttir, en hún dó 1937, þá eitthvað 93 ára
minnir mig. Einnig kom í Kelduland Lára Jónsdóttir, ég held 14
ára gömul og var þar alltaf eftir það. Og svo var þarna gamall mað-
ur, frændi fóstru minnar, Olafur Guðmundsson, þau voru systkina-
börn. Hann var lengi svona laus og liðugur, var við sjó á sumrin og
svo var hann heima á veturna og vann þá að smíðum. Hann smíð-
aði feikn af hrífuhausum, orfum og klyfberum og svoleiðis. En þeg-
ar hann þótdst ekki vera fullfær um að stunda sjó með yngri mönn-
um þá kom hann alveg heim og fór að ganga að heyskap og gerði
það í mörg ár. Hann dó ekki fyrr en 1938.
Þegar ég var að alast upp var gamall bær á Keldulandi, baðstofan
byggð einhvern tíma um 1880. Olafur Olafsson flutti, held ég, í
Kelduland 1877 og hann lét byggja þessa baðstofu. Hún var óbreytt
frá fyrstu tíð þangað til að hætt var að vera í henni. Hún var með
reisifjöl, þijú rúm undir annarri hliðinni en t\'ö undir hinni, síðan
var eitt rúm sem ekki var fast. Það sneri þvert og var rétt við dyrnar
inn í baðstofuna. Þarna rúmaðist allt heimilisfólkið. Lítil stofa var
frammi öðrum megin við bæjardyrnar. Hún var yfirleitt ekki notuð
nema Jiegar gestir komu svo of þröngt var í baðstofunni. Yfir stof-
unni var geymsluloft og var ýmislegt geymt þar. Dyrnar sneru móti
suðri og þegar maður gekk inn voru dyr inn í stofuna til vinstri. Þá
voru dyr beint inn úr ganginum, inn í eldhúsið, sem alltaf var kall-
að maskínuhús þá, því Jaað var ekki sama og hlóðaeldhúsið. Til
hægri handar var gengið inn í baðstofuna. Þar var hurð sem féll
alltaf að stöfum. Ef hún átti að vera opin, meðan verið var að bera
eitthvað í gegn, þá var sperrt við hana.
Það var kaldara í frambænum en í baðstofunni, veggirnir voru