Húnavaka - 01.05.1994, Page 18
16
HUNAVAKA
af honum út fyrir Langavatn því þá var hægt að sækja það frá
Mallandi, fara fram og til baka samdægurs. Hann fór venjulega fyr-
ir neðan túnið á Keldulandi, það voru margar ferðir sem hann fór.
I þessu húsi var miðstöð til hitunar. Það var kolaketill en mest
notað timbur eða mór. Sá galli var á miðstöðinni, eins og svo mörg-
um álíka, að þær voru yfirleitt fyrir kolakyndingu og þá voru bæði
katlarnir og ofnarnir of litlir til þess að hægt væri að hita vel með
svona eldsneyti.
Sigríður flutti burtu 1948, fór þá fram í Skagafjörð og giftist þar
og þá kom Olafur Olafsson að Mallandi, var þar eitt ár og flutti
þaðan í Kambakot. Þá fékk ég Syðra-Malland til ábúðar og helm-
inginn af Ytra-Mallandi sem ég átti ekki. Þetta stóð til 1955 þegar
Asgrímur, yngri sonnr Sigríðar, fór að búa. Keypti ég þá Efra-Nes
og fór þangað og þar var ég til 1967 að ég flutti í Neðra-Nes.
Svava
Ég hitti konuna fyrsta snmarið sem ég var á Mallandi. Mig minn-
ir að þær kæmu þar systurnar, Guðrún og Svava, einn sunnndag,
væru að koma innan frá Hvalnesi. Guðrún býr nú á Reynistað.
Svava er dóttir hjónanna, Steins Sveinssonar og Guðrúnar Krist-
mundsdóttur, sem að bjuggu lengi á Hrauni. Aður bjuggu þar for-
eldrar Steins, Sveinn Jónatansson og Guðbjörg Jónsdóttir. Systkin-
in voru 12 en eitt dó ungt. Svava er fædd árið 1919, var á kvenna-
skóla 1937-38, eftir það vann hún liingað og þangað, var í kaupa-
vinnu á sumrin og svo var hún í Reykjavík að vetrinum. Við eigum
eina dóttur, Sigrúnu, fædda 1951. Hún býr á Skagaströnd gift Sig-
urði Bjarnasyni. Þau eiga tvær dætur, Svövu og Ingu Láru.
Búskapurinn í Nesi
Efra-Nes var búið að vera í eyði í 4 ár þegar ég keypti það. Það
kostaði ekki nema 18 þúsund krónur. Og síðan var eins mikill
kostnaður sem ég varð að leggja í viðgerðir fýrsta árið. Kaupverð